Sleppt og vikið frá Hvanneyri

Hvanneyri.
Hvanneyri. www.mats.is

Rúmlega tvítugum karlmanni sem var handtekinn í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri í fyrrinótt var sleppt í gær að lokinni skýrslutöku og bíður nú ákæru fyrir hótanir og mögulega einnig frelsissviptingu.

Aðfaranótt föstudags ógnaði maðurinn þremur skólasystkinum sínum með hnífi og fór svo að þau flúðu inn í nálægt herbergi og læstu að sér. Maðurinn lét dólgslega, barði á dyrnar og viðhafði hótanir svo kallað var á lögreglu sem handtók manninn, en hann var undir áhrifum áfengis. Þremenningarnir, tveir karlar og ein kona á þrítugsaldri, sluppu við líkamleg meiðsl en eitt þeirra var flutt með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Akranesi vegna andlegs áfalls.

Að sögn Ágústs Sigurðssonar rektors hefur manninum verið vísað úr skólanum og af nemendagörðunum. „Krakkarnir bera sig þokkalega og er ástandið hér eftir atvikum. Drengurinn er búinn að taka sitt dót og er farinn af staðnum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert