Gervifæturnir lausir úr tolli

Óskar Þór Lárusson skósmiður, Anton Jóhannsson stoðtækjafræðingur og Johann Snyders, …
Óskar Þór Lárusson skósmiður, Anton Jóhannsson stoðtækjafræðingur og Johann Snyders, stoðtækjafræðingur frá Suður-Afríku, nota tímann til þess að skoða sig um í Jerúsalem. Hér eru þeir við Grátmúrinn. mbl.is

Íslensku stoðtækjasmiðirnir sem beðið hafa frá því á miðvikudag eftir að fá gervifætur leysta úr tolli í Ísrael eru loks búnir að fá þá afhenta. Þeir vonast til að komast inn á Gasa á morgun.

Að sögn Óskars Þórs Lárussonar, skósmiðs, fengust gervifæturnir loks lausir úr tolli síðdegis að staðartíma eftir að um 600 þúsund krónur höfðu verið greiddar í sekt, skatta og tolla fyrir þá.

Hann segir að svo virðist sem geðþóttaákvarðanir ráði því hvernig tekið sé á málum í tollinum. „Í fyrri ferð sem við fórum hingað var ekkert vandamál og við löbbuðum í gegn um græna hliðið. Þá vorum við með öll sömu leyfi og nú,“ segir Óskar Þór.

Hópurinn þarf að bíða til morguns eftir að komast inn á Gasa þar sem landamærastöðin við Erez lokar á hádegi. „Það er ekkert grín að komast þar inn heldur en við erum með leyfi frá liðsforingja á landamærastöðinni um að við megum koma þar inn með efnið.“

Ef allt gengur að óskum munu þeir geta hafið störf á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert