Fráleitt að framið hafi verið refsivert athæfi

Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Þórunn Sveinbjarnardóttir. mbl.is/Golli

Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagðist á Alþingi í dag ekki geta staðið að ákvörðun um að höfða mál á hendur fyrrverandi ráðherrum. 

Sagði Þórunn, að ekki væri búandi við það, að ráðherrar í ríkisstjórn, þótt þeir geri mistök, megi svo eiga það yfir höfði sér að vera síðan sóttir til saka og dæmdir í fangelsi í allt að tvö ár.

Þórunn sagði, að þingmenn yrðu að skilja það, að það fólk sem var við stjórnvölinn í aðdraganda bankahrunsins hafi reynt, oft seint og illa, að bregðast við ástandi sem enginn hafði lent í.

„Þegar mál eru þannig vaxin hef ég einfaldlega enga sannfæringu fyrir því að hægt sé að höfða mál á hendur þessum mönnum á grundvelli þess að þeir hafi brugðist skyldum sínum af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi," sagði hún.

Þórunn var umhverfisráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert