Heimdallur ákærir Steingrím

Heimdallur segir meiri ástæðu til að ákæra Steingrím J. Sigfússon …
Heimdallur segir meiri ástæðu til að ákæra Steingrím J. Sigfússon en Geir H. Haarde. Ómar Óskarsson

Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur gefið út ákæru á hendur Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, vegna framgöngu hans í Icesave-málinu. Er tilgangur ákærunnar að benda á þann skrípaleik sem félagið telur ákvörðun Alþingis um að höfða mál gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra vera.

Í fréttatilkynningu frá Heimdalli segir að Steingrímur hafi oftar en einu sinni sýnt það í orði og verki að hugur hans í málinu stæði ekki til þess að gæta hagsmuna Íslendinga, heldur hafi hann þvert á móti gerst sekur um að halda uppi málstað Breta og Hollendinga gegn íslensku þjóðinni.

Í tilkynningunni segir ennfremur:

„Tilgangurinn með ákærunni er að vekja athygli á þeim skrípaleik sem átt hefur sér stað á Alþingi undanfarna daga sem endaði með því að Alþingi samþykkti ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Þeir þingmenn sem greiddu atkvæði með ákærum á hendur fyrrverandi ráðherrum virðast margir vera þeirrar skoðunar að leiði stjórnmálastefna einstakra ráðherra til ófara fyrir þjóðina beri að ákæra viðkomandi.

Ef þetta er sá háttur mála sem á að viðgangast hér eftir liggur beint við að höfðað verði mál á hendur Steingrími J. Sigfússyni, enda mun ríkari ástæður til ákæru á hendur honum, en ráðherrum í seinna ráðuneyti Geirs H. Haarde.

Hvorki Geir H. Haarde né aðrir ráðherrar í ríkisstjórn hans gengu með ásetningi gegn hagsmunum þjóðarinnar. Hins vegar má færa fyrir því þung rök að hið gagnstæða eigi við um háttsemi Steingríms J. Sigfússonar í Icesave-málinu þegar efnisatriði þess máls eru krufin til mergjar. “

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert