Nýtt sandælusskip talið nauðsynlegt

Perlan að vinna inni í Landeyjahöfn. Vestmannaeyjar í baksýn.
Perlan að vinna inni í Landeyjahöfn. Vestmannaeyjar í baksýn. Ljósmynd / hsig

Siglingastofnun Íslands telur að útvega þurfi öflugt sanddæluskip ef nota á Landeyjahöfn með góðu móti í vetur. Leigukostnaður á slíku skipi er áætlaður um 30 milljónir á mánuði eða 180 milljónir í sex mánuði.

Á ríkisstjórnarfundi í morgun lagði Ögmundur Jónasson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fram minnisblað um Landeyjahöfn. Samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu kom þar meðal annars fram að kostnaður vegna notkunar dýpkunarskipsins Perlu nemi um 600.000 til 750.000 kr. á dag vegna ófyrirséðra dýpkunarframkvæmda.

Eigi að nota Landeyjahöfn í vetur verður öflugra sanddæluskip en Perla er að vera til taks á svæðinu og dæla reglulega til 1. apríl á næsta ári, að mati Siglingastofnunar. Til að mæta leigukostnaði kemur til greina að hækka gjaldskrá Herjólfs.

Ekki er gert ráð fyrir fjárheimildum til þess að mæta ófyrirséðum kostnaði í Bakkafjöru í ár eða á næsta ári, en ráðherra telur nauðsynlegt að tekin sé afstaða til fyrirsjáanlegrar útgjaldaaukningar í Landeyjahöfn í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert