Frjálslyndir krefjast þingrofs

Stjórn Frjálslynda flokksins gerir þá kröfu að þing verði rofið og boðað til kosninga eins fljótt og verða má. Þetta kemur fram í tilkynningu sem stjórnin hefur sent frá sér. Frjálslyndi flokkurinn náði engum manni inn á þing í síðustu Alþingiskosningum.

„Þetta er nauðsynlegt vegna þess að:

Niðurstöður atkvæðagreiðslu gærdagsins varðandi Landsdóm sýndu og sönnuðu að núverandi þingmenn eru ekki í stakk búnir til að takast á við það verkefni að skapa sátt við almenning í landinu.

Núverandi Alþingi sýndi og sannaði að pólitískar flokkslínur skipta meira máli en hagsmunir almennings og að enginn vilji er til að taka á pólitískri samspillingu.

Núverandi Alþingi sýndi engan vilja til þessa að gera upp fortíðina og draga til ábyrgðar þá sem raunverulega hafa valdið þjóðinni ómældu tjóni sem almenningur ber nú skaðann af með skertum lífskjörum um ókomna framtíð," segir í tilkynningu frá frjálslyndum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert