Mikill árangur hefur náðst

Franek Rozwadowski og Mark Flanagan, fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart Íslandi.
Franek Rozwadowski og Mark Flanagan, fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart Íslandi. mbl.is/Eggert

„Ísland hefur náð miklum árangri í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.“ Þetta segir Murilo Portugal framkvæmdastjóri hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, en stjórn sjóðsins samþykkti þriðju endurskoðun efnahagsáætælunar sjóðsins í dag.

Portugal segir að stjórnvöld á Íslandi hafi tekið með öflugum hætti á efnahagsmálum. Það sé enn mótvindur í efnahagslífinu en hagvöxtur sé í sjónmáli. Þar hjálpi lágt gengi krónunnar til svo og áform um fjárfestingar sem ættu að stuðla að vexti í efnahagslífinu. Verðbólga sé á niðurleið samhliða meiri stöðugleika í gengismálum.

Portugal segir að stjórnvöldum á Íslandi hafi tekist á við að endurskipuleggja fjármálakerfið. Dregið hafi úr réttaróvissu um stöðu myntkörfu lána og unnið sé að því að tryggja stöðu bankanna. Aðgerðir til að mæta skuldavanda heimila og fyrirtækja hafi reynst gagnlegar og ættu að styrkja efnahagslífið.

Portugal segir að það hafi náðst töluverður árangur í ríkisfjármálum. Fjárlög næsta árs skipti hins vegar sköpum um framhaldið.

Murilo Portugal
Murilo Portugal IMF
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert