Skoða kaup á 40 metanvögnum

Hugsanlega fer metanstrætó að keyra um götur höfuðborgarinnar á næsta ...
Hugsanlega fer metanstrætó að keyra um götur höfuðborgarinnar á næsta eða þarnæsta ári. Kristinn Ingvarsson

Stjórn Strætó ræðir nú tillögur um að kaupa 40 metanknúna strætisvagna. Verði tillögurnar samþykktar gætu fyrstu 20 vagnarnir komið í notkun á árunum 2011 og 2012. Áætlað er að kostnaður Strætó við fjárfestinguna sé 1.400-1.600 milljónir króna.

Málið er enn á frumstigi, en minnisblað frá umhverfis - og samgöngusviði Reykjavíkurborgar var lagt fyrir síðasta fund stjórnar Strætó. Reynir Jónsson, forstjóri Strætó, segir að eftir sé að undirbúa málið betur. Leggja þurfi tillögurnar síðan fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu því að þau eru ábyrg fyrir fjárfestingum Strætó.

Reynir sagði að strætó sem gengi fyrir gasi væri dýrari í innkaupum en díselstrætó og rekstrarkostnaður væri líka meiri, en þó væri tækninni sífellt að fleygja fram og því væri rekstrarkostnaðurinn einn af þeim þáttum sem þyrfti að fara betur yfir. Hagkvæmnisútreikningar miðuðust við núverandi verð á gasi og dísilolíu.

Reynir skoðaði nýverið almenningssamgöngur í Malmö í Svíþjóð en þar aka um 350 gasstrætisvagnar um götur. Hann sagði mikilvægt að læra af reynslu annarra þjóða í þessu efni.

Reynir sagði að þetta væri spennandi verkefni, en það væri að mörgu að hyggja áður en ákvörðun verður tekin um hvort ráðist verður í þetta. M.a. þyrfti að tryggja að hægt verði að standa þannig að áfyllingu á vagnanna að áfylling dygði allan daginn. Ennfremur þyrfti að vera til varabirgðir af gasi því að ef eitthvað óhapp yrði í Álfsnesi, þar sem gasið verður til, yrði að vera hægt að grípa til varabirgða svo að bílaflotinn stöðvaðist ekki.

„Spurningin er hvað samfélagið er tilbúið til að fórna miklu fyrir í fyrsta lagi hreinna loft og minni losun gróðurhúsalofttegunda. Í öðru lagi þarf að hafa í huga að það er þjóðhagslegur sparnaður að vera ekki að eyða dýrmætum gjaldeyri í að flytja inn olíu. Í þriðja lagi má ekki gleyma því að við erum í dag að kveikja í stórum hluta af því gasi sem kemur upp úr haugunum í Álfsnesi,“ sagði Reynir og bætti við að þetta þyrfti að hafa í huga þegar menn veltu fyrir sér þeim aukakostnaði sem þetta verkefni hefði líklega í för með sér fyrir Strætó.

Verði farið út í þessa fjárfestingu þarf að koma upp hægáfyllingu á metangasi á geymslustað Strætó á Hesthálsi og varabirgðum af gasi til að bæta afgreiðslu og tryggja afhendingaröryggi. Vagnarnir verði fjármagnaðir með láni frá Evrópska fjárfestingabankanum gegnum ELENA verkefnið en Metan hf. fjármagni áfyllibúnað og búnað fyrir varabirgðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sýknaður eftir ummæli um veiðiþjófnað

18:54 Rúnar Karlsson, einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Borea Travel á Vestfjörðum hefur verið sýknaður af kæru um meiðyrði sem lögð var fram af ferðaþjónustufyrirtækinu GJÁ útgerð sem einnig er þekkt sem Standferðir. Var kæran lögð fram vegna umfjöllunar um meintan veiðiþjófnað í Hornvík á Hornströndum í fyrra. Meira »

„Þarf að hefjast handa strax“

18:27 „Ég leyfi mér að treysta því að VG fari ekki inn í þetta stjórnarmynstur nema að fá því framgengt að Ísland standist þær skuldbindingar sem við höfum undirgengist,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Árni er nú í Bonn í Þýskalandi á loftlagsþingi Sameinuðu þjóðanna. Meira »

100 manns komast ekki af spítalanum

18:22 Nú liggja um 100 einstaklingar inni á Landspítalanum sem lokið hafa meðferð og gera ekki annað en að bíða eftir því að komast af spítalanum. Um er að ræða aldraða einstaklinga sem ekki geta snúið aftur að óbreyttu heim og eru aðstæður þeirra óviðunandi. Meira »

Aðeins 60% myndu kjósa VG aftur í dag

17:39 Stuðningur við Vinstri græn hefur dalað um 3,6 prósentustig frá síðustu alþingiskosningum og mælist nú 13,0% miðað við 16,9% í kosningum. Á sama tíma hefur stuðningur við Samfylkingu aukist úr 12,1% í 16,0% og er Samfylkingin nú annar stærsti flokkurinn. Meira »

„Raddir barna og ungmenna skipta máli“

17:20 Í tilefni af alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember næstkomandi, hafa börn í samstarfi við UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, útbúið nýtt tónlistarmyndband við lag söngkonunnar P!nk, What About Us. Meira »

Vill að flugfreyjur og -þjónar standi saman

17:16 „Það er von mín að flugfreyjur og flugþjónar á Íslandi standi saman í einu stéttarfélagi,“ segir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Flug­freyj­ur og -þjón­ar hjá WOW air hafa gagnrýnt stjórn FFÍ og segja mál­efni sín hafa lítið vægi inn­an félagsins. Meira »

Friðheimar fengu nýsköpunarverðlaun SAF

16:30 Friðheimar í Bláskógabyggð eru handhafi nýsköpunarverðlauna Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2017. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti Friðheimum verðlaunin við fjölmenna og hátíðlega athöfn á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 16. nóvember. Meira »

Mælingar sýna ekki merki um gasmengun

17:14 Handvirkar mælingar á rafleiðni og gasmengun voru gerðar í dag við Kvíá. Mælingar á rafleiðni sýndu ekki há gildi, sem bendir til þess að ekki sé um óvenjulega jarðhitavirkni undir Öræfajökli að ræða. Meira »

Dæmdur fyrir hótanir og líkamsárás

16:15 Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða um 360 þúsund krónur í miskabætur til konu og karls vegna líkamsárásar og hótana. Er um að ræða konu sem maðurinn hafði áður átt stuttlega í sambandi við. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Austurlands. Meira »

Miðpunktur Vesturbæjarins

15:55 Borgarráð hefur samþykkt viljayfirlýsingu milli Knattspyrnufélags Reykjavíkur (KR) og Reykjavíkurborgar um mögulega uppbyggingu á KR-svæðinu við Frostaskjól. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skipaði með erindisbréfi starfshóp um skipulags- og uppbyggingarmál KR Meira »

Málefnasamningur næst varla um helgina

15:50 Ólíklegt er að Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn ljúki við málefnasamning sinn um helgina í stjórnarmyndunarviðræðum sínum. Meira »

Fundir númer sjö í næstu viku

15:38 Tveir fundir hafa verið boðaðir hjá ríkissáttasemjara í næstu viku í kjaradeilum flugmanna og flugvirkja hjá Icelandair. Fundirnir eru þeir sjöundu í röðinni í báðum tilfellum. Meira »

Auglýsa eftir verki í stað sjómannsins

15:09 Margir sjá á eftir veggmyndinni af sjómanninum sem nýverið prýddi gafl sjávarútvegshússins. Frá því að mála þurfti yfir myndina af sjómanninum hefur Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið í samvinnu við SÍM, Samtök íslenskra myndlistarmanna, undirbúið samkeppni um nýtt listaverk á húsgaflinn og skal verkið hafa skírskotun í sögu sjávarútvegs á Íslandi. Meira »

Bílvelta á Grindavíkurvegi

14:26 Nokkuð var um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Bíll valt á á Grindavíkurvegi þegar ökumaður ók út á vegöxl og missti við það stjórn á bifreiðinni. Fór bíllinn tvær veltur og staðnæmdist á hvolfi að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu. Meira »

Framtíð Bláfjallasvæðis ræðst af skýrslu

14:18 Skýrsla um vatnsvernd á Bláfjallasvæðinu sem starfshópur á vegum Kópavogsbæjar er að vinna er væntanleg á næstunni. Frekari uppbygging til lengri framtíðar á skíðasvæðinu í Bláfjöllum og í Þríhnjúkagígum ræðst af því hver niðurstaða skýrslunnar verður. Unnið hefur verið að henni í um eitt ár. Meira »

„Saklaus“ og alvarleg mistök

15:08 „Það sauð svolítið á mér þarna í gærkvöldi,“ segir Jóhannes Helgason, eiginmaður Töru Margrétar Vilhjálmsdóttur, í samtali við mbl.is. Hann birti langa færslu á Facebook í gærkvöldi í kjölfarið á umdeildri færslu inni á facebooksíðu Ligeglad. Meira »

Greip tölvu og gekk út

14:18 Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um þjófnað í verslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni. Maður hafði gengið inn í verslunina og haft á brott með sér tölvu. Hann fór síðan inn á salerni og tók tölvuna úr umbúðunum. Meira »

Dagur ekki ábyrgur fyrir skólpleka

14:14 Borgarstjóri Reykjavíkur er ekki ábyrgur fyrir þeim skólpleka sem var vegna bilunar í skólpdælistöðinni við Faxaskjól, en vegna hans var miklu magni skólps veitt í sjóinn án hreinsunar. Þetta kemur fram í svari borgarlögmanns við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina sem kynnt var í borgarráði nýlega. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

HERRAMENN ÚTI Á LANDI- EF ÞIÐ HAFIÐ EKKI TIMA Í BÚÐARRÁP MEÐ FRÚNNI.
þÁ ER EG TIL STAÐAR . Öruggur bíll og bílstjóri- sækji á flugvöll eða rútu- veit...
Kolaportið alltaf gott veður !
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Skrautlistar
Erum með skrautlista smíðu yfir rör og það sem þarf að loka smíðum í gömul ...
Dekk Til sölu
Er með 4 hankook harnkornadekk sem voru notuð i hálfan vetur og eru eins og ný. ...
 
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...