50% afsáttur á 50 ára afmæli

Biðraðir hafa myndast í verslunum Stillingar í dag.
Biðraðir hafa myndast í verslunum Stillingar í dag.

Varahlutaverslunin Stilling á 50 ára afmæli um þessar mundur og veitir í dag 50% afslátt af öllum vörum í tilefni af afmælinu. Segir fyrirtækið, að í öllum verslunum fyrirtækisins hafi myndast raðir langt út fyrir dyr og sumar hillur séu við það að tæmast. Kalla hafi þurft út vini og vandamenn til að aðstoða við afgreiðslu.

Stilling  rekur sex verslanir um land allt, eða á Bílshöfða, í Skeifunni, Kópavogi, Hafnarfirði, á Selfossi og á Akureyri. Tilboðið gildir aðeins í dag, á afmælisdaginn sjálfan.

Stilling var stofnuð árið 1960 og sumir starfsmenn þess hafa starfað hjá fyrirtækinu í marga áratugi. Fyrirtækið hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá upphafi. Framkvæmdastjóri Stillingar er Júlíus Bjarnason og fjármálastjóri er Stefán Ingimar Bjarnason, en þeir eru synir stofnenda Stillingar, hjónanna Bjarna Ingimars Júlíussonar og Áslaugar Stefánsdóttur. Hjá fyrirtækinu vinna þrjár kynslóðir fjölskyldunnar.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert