Endurútreikningi að ljúka hjá SP-fjármögnun

mbl.is

Stefnt er að því að ljúka endurútreikningi á þeim samningum um erlend bílalán og kaupleigusamninga hjá SP-fjármögnun, þar sem einn og sami lántaki hefur verið skráður frá upphafi, fyrir 7. október nk.

Starfsfólk SP-fjármögnunar hefur að undanförnu unnið við endurútreikning erlendra bílalána og kaupleigusamninga samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar sem kvað á um að lánin skyldu endurreiknuð miðað við almenna vexti Seðlabanka Íslands á hverjum tíma, segir í tilkynningu frá SP-fjármögnun.

„Ekki liggur ljóst fyrir hvenær endurútreikningi annarra samninga lýkur en kappkostað er að þeirri vinnu ljúki eins fljótt og kostur er. Hér er sérstaklega átt við samninga sem hafa verið yfirteknir af öðrum leigutaka. SP-Fjármögnun mun birta nánari upplýsingar um endurútreikning samninga á heimasíðu fyrirtækisins eins fljótt og auðið er."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert