,,Erum enn í hálfgerðu sjokki"

Sjúkrahús Keflavíkur heyrir undir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Sjúkrahús Keflavíkur heyrir undir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Helgi Bjarnason

 Framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Sigríður Snæbjörnsdóttir, furðar sig á þeim kröfum sem  gerðar eru um niðurskurð hjá stofnuninni. Samkvæmt fjárlögum á hún að minnka útgjöld um 25%. Um 200 stöðugildi eru nú hjá stofnuninni en um 300 manns ýmist í fullu eða hlutastarfi. Sigríður gerir ráð fyrir að stöðugildum muni fækka um 60-100 en margir starfsmenn eigi rétt á biðlaunum í allt að ár eftir uppsögnina. 

 ,,Við erum enn hálfgerðu í sjokki," segir Sigríður en ráðherra kynnti henni og öðrum ráðamönnum heilbrigðisstofnana tillögurnar á miðvikudag. ,,Þetta kom algerlega flatt upp á mann, ég gerði ráð fyrir kannski 5-6% niðurskurði eins og búið er að tala um að muni ganga yfir velferðarþjónustuna. En það hefur ekki verið haft nokkurt samráð við okkur, þetta kom eiginlega eins og þruma úr heiðskíru lofti."

Hún bendir á að atvinnuleysið sé einna mest á Suðurnesjum og þessar breytingar muni gera ástandið enn verra. Oft sé um að ræða kvennastörf og makinn atvinnulaus fyrir.  Þegar sé búið að skera mikið niður í rekstri sjúkrahússins, m.a. loka skurðstofunum en það hafi greinilega ekki breytt miklu. Hún segir aðspurð að ein rökin fyrir þessum mikla niðurskurði geti verið nálægðin við Landspítalann í Reykjavik. 

 ..En  það er búið að sýna margsinnis fram á það með tölum að sjúkrahússdvölin hjá okkur er mjög hagkvæm miðað við það sem gerist annars staðar. Við eigum svolítið erfitt með að skilja að Landspítalinn geti tekið við öllum sjúklingum sem eru hjá okkur í dag."  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert