Mun endurmeta tillögurnar

Guðbjartur Hannesson heilbrigðis- og félagsmálaráðherra.
Guðbjartur Hannesson heilbrigðis- og félagsmálaráðherra. Ómar Óskarsson

Guðbjarts Hannessonar heilbrigðismálaráðherra segir að áform um niðurskurð hjá heilbrigðisstofnunum verði endurmetnar. Skera á niður útgjöld til heilbrigðismála um nær 4,8 milljarða. Athygli vekur að heilbrigðisstofnun Vesturlands sleppur betur en flestar aðrar en hún er í kjördæmi Guðbjarts.

 Guðbjartur segir að þessar tillögur hafa verið mótaðar í tíð fyrirrennara síns, Álfheiðar Ingadóttur og hann því ekki haft áhrif á einstök atriði. Hann hafi nú rætt við forsvarsmenn allra stofnananna og tjáð þeim að hann áskilji sér rétt til að hnika tölum til milli umræðna á þingi ef rök reynist vera fyrir því og hafi sagt þeim sem lítið þurfa að skera niður að þeir geti þurft að taka á sig meiri niðurskurð. Það eigi við um t.d. Akranes og Ísafjörð. Einnig geti verið nauðsynlegt að fara hægar í niðurskurð í sumum tilfellum. En ekki sé hægt að víkja frá heildartölunni, 4,8 milljörðum.

 ,,Hugmyndafræðín sem lagt var upp með var þessi áhersla á heilsugæsluna, reyna að styrkja hana og þá ekki síst á höfuðborgarsvæðinu, láta ákveðin sjúkrahús eins og Landspítalann og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri en einnig sum á landsbyggðinni lifa sem sjúkrahús," segir ráðherra. ,,Þetta var sú meginstefna sem ég studdi en ég hafði ekki séð tölurnar. leggja átti áherslu á grunnþjónustuna og reyna að jafna stöðuna út um allt land.

Það var ákveðið að halda sjúkrahúsþjónustu á Ísafirði, Neskaupstað, í Vestmannaeyjum en gengið hart að St. Jósefspítala, Suðurnesjum og Suðurlandi. Röki Álfheiðar fyrir því að hlífa Akranesi voru þau að annars vegar þyrfti að öryggisástæðum að vera spítali nálægt höfuðborgarsvæðinu, þetta kom fram eftir gosumræðuna. Hins vegar að  nýbúið er að fara í sameiningu á Vesturlandi, mikla uppstokkun og endurnýjun og því betra að hjóla ekki harkalega í það svæði."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert