Reistu kross við Kistufell

Fólk á um 300 bílum tóku þátt í að reisa …
Fólk á um 300 bílum tóku þátt í að reisa krossinn. Halldór Kolbeins

Yfir þúsund banns á um 300 bílum tóku þátt í að reisa kross við Kistufell á Sprengjusandsleið í dag. Hópurinn vildi með þessu halda eins konar  jarðarför yfir ferðafrelsi í Vatnajökulsþjóðgarði. Sveinbjörn Halldórsson, hjá Ferðaklúbburinn 4x4, segir mikla óánægju með fyrirliggjandi drög að reglugerð um rekstur þjóðgarðsins.

Fjölbreyttur hópur fólks stóð að mótmælunum, m.a. jeppamenn, hestamenn, mótorhjólamenn og vélsleðamenn.

Sveinbjörn sagði að fólk væri fyrst og fremst óánægt með  lokunum á Vonarskarði, Vikrafellsleið, Heinabergsdal og mörgum leiðum á Jökulheimasvæðinu. Þetta gerði það að verkum að ekki yrði hægt að fara um þetta svæði á vélknúnum ökutækjum eða hestum því að leiðir yrðu slitnar í sundur.


Sveinbjörn sagði líka mikla óánægju með vinnubrögð við setningu þessarar reglugerðar. Í þessu ferli hefði verið brotin stjórnsýslulög og gengið þvert á samþykktir Árósarsáttmálans. Í undirbúningi eru kærur til umboðsmanns alþingis og stjórnsýslukærur á stjórnvöld.

Málið er núna í höndum Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra. Sveinbjörn sagði að fulltrúar hópsins sem stendur að mótmælunum í dag hefði hitt ráðherra að máli tvívegis. Hann sagðist gera sér vonir um að tekið yrði tillit til sjónarmiða hópsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert