Erfðafjárskattur hækkar

Erfðafjárskattur tvöfaldast á næsta ári samkvæmt því sem lagt er til í fjárlagafrumvarpinu. Skattprósentan fer úr 5% í 10%. Áætlað er að þetta skili ríkissjóði einum milljarði í viðbótartekjur á ári.

Í greinargerð með fjárlagafrumvarpinu segir að erfðarfjárskattur sé lágur hérlendis í samanburði við nágrannalönd okkar. Áætlað að þessi skattur skili 2.350 milljónum í ríkissjóð á næsta ári.

Fram kemur í greinargerð með frumvarpinu að áætlun um tekjur ríkissjóðs vegna tekjuskatts einstaklinga mun ekki standast á þessu ári. Tekjurnar verða um 7 milljörðum minni en reiknað var með í fjárlögum. Engu að síður er reiknað með að tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti aukist um næstum níu milljarða á næsta ári frá áætlun þessa árs. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á álagningu skattsins milli ára. Sömuleiðis er reiknað með að tekjur ríkissjóðs vegna tekjuskatts fyrirtækja aukist milli ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert