Meirihluti vill aðskilnað ríkis og kirkju

Mikill meirihluti þeirra, sem tóku þátt í þjóðarpúlsi Gallup, eða 73%, vill aðskilnað ríkis og kirkju. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins. 24% sögðust ánægð með störf Karls Sigurbjörnssonar, biskups Íslands.

Mikill munur er á viðhorfi til aðskilnaðar eftir aldri en svarendur eru almennt hlynntari honum eftir því sem þeir eru yngri. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru líka almennt hlynntari aðskilnaði ríkis og kirkju en aðrir landsmenn.

Fram kom í könnuninni að 24% sögðust ánægð með störf Karls Sigurbjörnssonar, biskups Íslands, en 43% sögðust vera óánægð. Um þriðjungur sagðist hvorki ánægður né óánægður. Síðast þegar spurt var um traust til biskups sögðust 62% landsmanna voru ánægð með störf Karls og um 10% sögðust óánægð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert