Garðbekkjum hent á bálið

Bekkirnir skíðloguðu eins og sjá má á myndinni sem er …
Bekkirnir skíðloguðu eins og sjá má á myndinni sem er tekin skömmu eftir að þeim var fleygt á eldinn. Morgunblaðið/Ómar

Mótmælendum er tekið að fækka við Austurvöll en nú rétt í þessu var garðbekkjum við völlinn hent á bálköst sem þar var kveiktur fyrr í kvöld. Þá hefur æstur múgur rifið niður greinar af trjám við völlinn og kastað á bálið. Eldglæringum rignir yfir nærstadda enda tekið að bæta í vind.

Enn er mikill hávaði við þinghúsið en þar stendur hópur fólks og lemur tunnur sem mest hann má með bareflum.

Sumir halda á sér hita með kaffi í plastbollum af nálægum kaffihúsum en mun færri mótmælendur eru hér en á níunda tímanum.

Einn mótmælandi þreif upp kókflösku með tappa á og grýtti á þinghúsið en hún skall til jarðar skammt frá lögregluþjóni. Flaskan var full og getur athæfið slasað fólk.

Sem fyrr segir varar lögreglan eindregið við því að hlutum sé grýtt í átt til lögreglu enda geti það reynst hættulegt.

Bálið logaði glatt nú á ellefta tímanum.
Bálið logaði glatt nú á ellefta tímanum. mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert