„Stúta réttaríkinu“

Þór Saari í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra.
Þór Saari í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Þór Saari, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, segir að með atkvæðagreiðslu um málshöfðun gegn ráðherrum hefði Alþingi „ stúta réttaríkinu til að geta verndað sína eigin pólitísku og persónulegu hagsmuni.“

„Þegar það svo kom í ljós með skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hafnaði forætisráðherrann og hirð hennar ábyrgð stjórnmálamanna.  Þetta var því stefnuræða þeirrar pólitísku yfirstéttar sem gefur frekar lítið fyrir almenning í landinu og sem síðastliðinn þriðjudag hikaði ekki einu sinni við að stúta réttaríkinu til að geta verndað sína eigin pólitísku og persónulegu hagsmuni.  Ríkisstjórnin sem nú situr, ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, hefur hafnað því að gera upp hrunið, það hrun sem valdið hefur meira samfélagstjóni en nokkuð annað frá lýðveldisstofnun.  Hefði nú einhvern tímann einhver trúað því að það væru Vinstri-græn sem gætu verið helmingurinn af slíkri ríkisstjórn og að Vinstri-græn munu styðja það áfram með ráðum og dáð að hrunið verði ekki gert upp.  Svo bregðast víst krosstré sem önnur þegar völdin eru annars vegar,“ sagði Þór.

Þór gagnrýndi harðleg þær ákærur hendur níumenninganna svokölluðu sem sakaðir eru um að hafa ráðist inn í þinghúsið. Hann sagði að forseti Alþingis hefði ákveðið að krefjast saksóknar og „lífstíðarfangelsis yfir níu ungmennum“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert