Bankarnir áttu að fara í þrot

Hrafn Gunnlaugsson tók þátt í mótmælunum á Austurvelli í kvöld.
Hrafn Gunnlaugsson tók þátt í mótmælunum á Austurvelli í kvöld. Morgunblaðið/Ómar

Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri telur að við hrunið hefði átt að setja bankana í gjaldþrot og afhenda þá skiptaráðanda. Þannig hefði mátt koma í veg fyrir „subbulegt kennitöluflakk“ og þóknunargjarnar skilanefndir.

Hrafn, sem tók þátt í mótmælunum á Austurvelli í kvöld, saknar þess að í röðum listamanna sé ekki að finna kröftugan, ungan hugsjónamann sem stigið geti fram við þær aðstæður sem nú hafi skapast.

„Ástæðan fyrir því að ég er hér er sú er að mér sýnist framvindan vera slík að Alþingi - og þá á ég við alla Alþingismenn með ríkisstjórnina í forystu - telji það vera sitt helsta hlutverk að slá skjaldborg um bankana, bankakerfið og fjármagnseigendur en ekki heimilin í landinu. Í rauninni ræður Alþingi ekkert við bankana. Þeir fara sínu fram þótt það sé beint til þeirra hjáróma tilmælum.

Það sem hefði þurft að gerast í upphafi hrunsins var að fara með alla þessa banka í gjaldþrot, fá kröfurnar upp á borðið og byrja síðan upp á nýtt en ekki að fara í þennan kennitölufeluleik.“

Skiljanleg mótmæli

- Nú ertu búinn að fylgjast með þjóðfélaginu lengi. Hvað finnst þér um þessa atburði núna?

„Mér finnst þeir mjög skiljanlegir og ég hugsa að það verði aldrei hægt að ná Alþingi þannig samansettu að þjóðin verði sátt við það nema að það verði einstaklingskjör, að þjóðin geti kosið um einstaklinga. Við sjáum að menn eru að kjósa einhverja flokka en vita svo ekkert hverja þeir eru að kjósa inn á þingið.

Við svona ástand held ég að það sé langbest að reyna að ná til einstaklinga, gera þá ábyrga. Það þarf auðvitað breytingar á kosningalöggjöfinni. Ég held að það sé það skref í stjórnkerfinu sem sé það skásta. Og ég er ekki frá því að það sé ekki of seint að fara með bankana í gjaldþrot.

Menn spáðu lengi falli Sambandsins. Eitt kaupfélag var látið fara á hausinn og það varð allt vitlaust út af því. Svo fór allt Sambandið á hausinn en það var aldrei sett í gjaldþrot og þess vegna hefur spillingarhalinn frá sambandinu náð allt til dagsins í dag. Ég var akkúrat sannfærður þegar bankabólan var að það færi eins fyrir bankakerfinu og sambandinu, að það myndi hrynja.“

Kröfurnar kæmu upp á yfirborðið

- Af hverju er betra að bankarnir fari í gjaldþrot?

„Ég held að með gjaldþroti komi upp á borðið allar þær kröfur sem að eru til staðar. Með því að láta þá ekki fara á hausinn, heldur setja á þá nýjar kennitölur og skipa skilanefndir sem eiga síðan að leysa úr hinum svokallaða vanda, sé farið í þennan subbulega feluleik sem við erum að upplifa. Það er rótin að því að fólk upplifir mikla mismunun.

Þetta er kannski það sem okkur steðjar mest ógn af í þjóðfélaginu í dag. Það eru þessar svokallaðar skilanefndir og þetta svokallaða leyfi sem bankarnir hafa til að semja við ýmsa aðila. Mistökin voru, að mínu mati í upphafi þegar bankahrunið varð, að fara ekki í gjaldþrot með bankana. Því að við það að fara í gjaldþrot koma kröfurnar upp á yfirborðið. Það sem gerðist þegar Sambandið fór á hausinn var að það var aldrei lýst gjaldþrota. Þess vegna hafa endalaust verið að koma upp spillingarmál tengd því í gegnum tíðina.“

En hvað með listamennina?

- Telurðu að listamenn muni taka virkari þátt í þjóðfélagsumræðunni fram undan heldur en að þeir gerðu á hinum svokallaða góðæristíma?

„Ég sé ekki í röðum ungra listamanna í augnablikinu neina sem að gætu tekið einhvern fána í þjóðfélagsbaráttu.“

- Hvað skortir listamennina sem þú hefur í huga?

„Ég treysti mér ekki til að svara því. Auðvitað væri óskandi að úr röðum listamanna kæmi kröftugur hugsjónamaður. Það væri mjög óskandi.“

- Ef við snúum okkur aftur að stjórnmálunum. Hvað með flokkakerfið sem slíkt? Viltu persónukjör innan flokka eða viltu afnema flokkakerfið?

„Ég held að það skipti ekki öllu máli hvort það er innan eða utan flokkakerfis vegna þess að ef það yrði persónukjör kæmi einfaldlega fram það mikið af einstaklingum sem myndu ekki hengja sig á klafa flokkanna.“

Mun vara lengur en búsáhaldabyltingin

Hrafn kveðst aðspurður eiga von á langvinnri hrinu mótmæla.

„Ég býst við því að þessu sé víðs fjarri lokið.“

- Þannig að mótmælin vari jafnvel lengur en búsáhaldabyltingin? 

„Ég hugsa að þetta geri orðið miklu meira langvarandi ástand. Það ristir miklu dýpra. Þegar búsáhaldabyltingin var í gangi var svo augljóst að reiðin beindist að ákveðnum aðilum í stjórnmálunum, ákveðnum flokkum. Nú held ég að reiðin beinist öðru fremur að stjórnkerfinu, bankakerfinu og öllu batteríinu.

Ég held að þessi mótmæli risti miklu dýpra og lýsi miklu meiri vonbrigðum og vonleysi. Ég held að fyrri mótmæli hafi einkennst af reiði en að mótmælin núna einkennist af heiftarlegum vonbrigðum. Þar held ég að munurinn liggi.“

Miskunnarleysið kemur á óvart

- Hefur miskunnarleysið í þjóðfélaginu komið þér á óvart?

„Já. Það hefur komið mér á óvart að sjá hvað bankarnir og fjármagnsgeirinn hafa gengið fram af mikilli hörku gegn minnimáttar á meðan í skjóli skilanefnda er verið að gefa fólki jafnvel milljarða. Alþingi er algjörlega máttlaust gagnvart bönkunum.

Það er þessi gremja og þessi vonbrigði sem að maður finnst speglast í mótmælum og heyrir í fólki. Áður var það þessi pólitíska reiði. Nú ristir þetta mikið dýpra.“

Önnur staða en á Sturlungaöld

- Þú hefur fjallað um Íslandssöguna í myndum þínum. Telurðu að þetta sé mesta ólga í íslensku þjóðfélagi frá Sturlungaöld?

„Staðan var öðruvísi á Sturlungaöld. Þá voru menn að berjast um yfirráð og völd í bókstaflegum skilningi því það var alveg klárt mál hvar goðorðin voru. Nú er þetta meira blindingsleikur. Þetta er Skugga-Baldur því að þessar svokallaðar skilanefndir og svokallað kennitöluflakk, sem er stundað núna og hefur verið stundað í kerfinu, verður til þess að þeir sem að minnst mega sín munu fara verst út úr þessu.

Ástandið er miklu verra í dag en þegar spillingin var verst í bankabólunni. Eins og gerist oftast í styrjöldum eru það saklaus börn og konur sem að falla,“ segir Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri.

Hrafn telur að bankarnir hefðu átt að vera settir í ...
Hrafn telur að bankarnir hefðu átt að vera settir í gjaldþrot við hrun fjármálakerfisins. Spillingin sem viðgangist í bankakerfinu nú sé gríðarleg. mbl.is
Hrafn saknar þess að ekki séu kröftugir hugsjónamenn í röðum ...
Hrafn saknar þess að ekki séu kröftugir hugsjónamenn í röðum yngri listamanna. Halldór Laxness sést hér á sínum yngri árum. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ítrekar fyrirspurn um yfirhylmingu kynferðisbrota

21:45 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur ítrekað fyrirspurn sína til dómsmálaráðherra um viðurlög við því að hylma yfir kynferðisafbrot, en 15 virkra daga lögbundinn frestur til að svara fyrirspurninni er liðinn. Meira »

Þögnin rofin um allan heim

21:30 „Það sem er að gerast núna er að þetta er að vissu leyti endurtekning á byltingunni sem átti sér stað hér 2015,“ segir Helga Lind Mar, talsmaður Druslugöngunnar. Að hennar mati má segja að #metoo byltingin sé í raun hnattvæðing þöggunarbyltingarinnar sem varð hér á landi árið 2015. Meira »

Senda meðmælendalistann til lögreglu

21:05 Meðmælendalista Íslensku þjóðfylkingarinnar vegna framboðs flokksins í Suðurkjördæmi verður vísað til lögreglu. Þetta staðfesti Ólafía Ingólfsdóttir, formaður kjörstjórnar Suðurkjördæmis, í samtali við mbl.is og sagði ákvörðunina hafa verið tekna á fundi yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis nú síðdegis. Meira »

Segja meirihlutann misnota aðstöðu sína

20:45 Minnihlutinn í borgarstjórn gerir athugasemdir við bækling um húsnæðismál sem dreift var inn á öll heimili í Reykjavík í morgun. Vilja fulltrúar minnihlutans meina að meirihlutinn sé að misnota aðstöðu sína í aðdraganda alþingiskosninga til að kynna áherslur sínar í húsnæðismálum. Meira »

Frelsarinn á flöskum fyrir jólin

20:31 Frelsarinn, Almáttugur, Heims um bjór, Askasleikir og Hurðaskellir eru meðal þeirra bjórtegunda sem rata munu í hillur Vínbúðanna þann 15. nóvember. Koma jólabjórsins vekur jafnan mikla athygli. Fyrir þessi jóli verða rúmlega 40 tegundir í sölu og á ÁTVR von á að salan nemi milli 700-800.000 lítra. Meira »

Hef gaman af því að grúska

20:17 Ólafur Ragnarsson hefur haldið úti bloggsíðu um íslensk kaupskip síðan 2009. Á síðunni, Fragtskip Óla Ragg, sem finna má á slóðinni www.fragtskip.123.is, er að finna hafsjó af fróðleik. Meira »

Uppáhalds er undirspilið

19:45 „Stemningin var frábær. Fólk kunni lögin, söng með og fór að dansa og dilla sér. Þetta gerist ekki betra,“ segir Gunnar Þórðarson tónlistarmaður. Nú um helgina var á Hótel Grímsborgum, sem er fyrir austan fjall, fyrsta skemmtunin í tónleikaröðinni Uppáhalds, þar sem flutt eru nokkur af lögum Gunnars sem Þorsteinn Eggertsson hefur gert texta við. Meira »

Rafmagnslaust í Kópavogi

20:16 Rafmagn fór af stórum hluta Kópavogs, m.a. á Kársnessvæðinu um áttaleytið í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum er um bilun í háspennulínu að ræða. Meira »

Allar þjóðlendur á einu korti

19:35 „Þetta eru gögn sem við höfum safnað héðan og þaðan,“ segir Daði Björnsson, landfræðingur hjá Loftmyndum, um nýja þekju sem bætt hefur verið við kort fyrirtækisins á vefnum map.is. Þar má í fyrsta sinn sjá á einum stað upplýsingar um þjóðlendur landsins. Skotveiðimenn fagna kortinu. Meira »

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?

19:10 Þær voru margar og fjölbreyttar starfsgreinarnar sem kynntar voru nemendum í 8. og 10. bekk grunnskólanna á Suðurnesjum í liðinni viku, samtals 108. Kynningin er mikilvæg til að auka starfsvitund og skerpa framtíðarsýn ungs fólks. Meira »

Fríverslun forsenda farsældar Íslands

18:50 Forsenda þeirrar velmegunar sem Ísland hefur notið til þessa er fríverslun. Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á fundi Félags atvinnurekenda í morgun þar sem fjallað var um fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Sagði ráðherrann Ísland vera skólabókardæmi um mikilvægi fríverslunar. Meira »

Í farbanni vegna gruns um smygl á fólki

18:40 Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að karlmaður sem grunaður er um smygl á fólki sæti farbanni allt til föstudagsins 10. nóvember næstkomandi. Við komu mannsins hingað til lands fundust á honum skilríki annars fólks, í tösku, sem hann sagðist svo ekki eiga. Meira »

Lögbannsmál geta tekið nokkrar vikur

18:35 Næsta skref í lögbannsmálinu er að Glitnir HoldCo fái útgefna réttarstefnu hjá héraðsdómi en frestur til að fá stefnu útgefna er vika. Engin gögn eru til um meðaltíma málsmeðferðar í lögbannsmálum. Meira »

Gamli Iðnaðarbankinn jarðsunginn

18:10 Stórhýsi Iðnaðarbankans við Lækjargötu 12, sem reis á árunum 1959-1963, verður jarðsungið á fimmtudaginn kl. 18. „Okkur langar að heiðra minningu byggingarinnar,“ segir Anna María Bogadóttir arkitekt og einn af skipuleggjendum jarðsöngsins. Meira »

Taskan í vélinni en eigandi ekki

17:40 Seinka þurfti flugtaki hjá vél flugfélagsins WOW air um rúmlega klukkustund í gærmorgun. Þegar vélin var komin út á flugbraut kom í ljós að farþegi sem hafði skráð tösku með í flugið var ekki um borð. Meira »

Frysta ástand meðan málið er hjá dómstólum

18:24 Með því að fallast á lögbannskröfu er embætti sýslumanns að frysta tiltekið ástand á meðan að málið er til meðferðar hjá dómstólum. Þetta segir í yfirlýsingu frá Þórólfi Halldórssyni, sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, vegna lögbanns sem lagt var á fréttir Stundarinnar og Reykjavík Media sem unnar voru úr gögnum sem komu innan úr Glitni. Meira »

„Setur málin í undarlegt samhengi“

17:55 „Ég fór hvorki fram á lögbannið sjálfur, né átti aðild að þessu,“ segir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, um lögbann sem sett var frekari umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media, upp úr gögnum innan úr Glitni. Meira »

Önnur vél send til að sækja farþega

17:29 Ákveðið hefur verið að senda aðra flugvél til Alicante á Spáni til að sækja farþega Primera Air sem voru um borð í vél sem snúið var til baka til flugvallar skömmu eftir flugtak um miðjan dag í dag. Við skoðun kom í ljós bilun kom í ljós í olíusíu í öðrum hreyfli vélarinnar. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Öflug farangurskerra
Til sölu öflug farangurskerra, 230 x 180 x 100. Hentar jafnt fyrir jeppa og rútu...
2ja daga ljósmyndanámskeið 23. + 24. okt
2ja DAGA LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 23. og 24. okt. 2ja daga byrjenda ljósmyndanámskei...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðssalnum. N...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...