Bankarnir áttu að fara í þrot

Hrafn Gunnlaugsson tók þátt í mótmælunum á Austurvelli í kvöld.
Hrafn Gunnlaugsson tók þátt í mótmælunum á Austurvelli í kvöld. Morgunblaðið/Ómar

Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri telur að við hrunið hefði átt að setja bankana í gjaldþrot og afhenda þá skiptaráðanda. Þannig hefði mátt koma í veg fyrir „subbulegt kennitöluflakk“ og þóknunargjarnar skilanefndir.

Hrafn, sem tók þátt í mótmælunum á Austurvelli í kvöld, saknar þess að í röðum listamanna sé ekki að finna kröftugan, ungan hugsjónamann sem stigið geti fram við þær aðstæður sem nú hafi skapast.

„Ástæðan fyrir því að ég er hér er sú er að mér sýnist framvindan vera slík að Alþingi - og þá á ég við alla Alþingismenn með ríkisstjórnina í forystu - telji það vera sitt helsta hlutverk að slá skjaldborg um bankana, bankakerfið og fjármagnseigendur en ekki heimilin í landinu. Í rauninni ræður Alþingi ekkert við bankana. Þeir fara sínu fram þótt það sé beint til þeirra hjáróma tilmælum.

Það sem hefði þurft að gerast í upphafi hrunsins var að fara með alla þessa banka í gjaldþrot, fá kröfurnar upp á borðið og byrja síðan upp á nýtt en ekki að fara í þennan kennitölufeluleik.“

Skiljanleg mótmæli

- Nú ertu búinn að fylgjast með þjóðfélaginu lengi. Hvað finnst þér um þessa atburði núna?

„Mér finnst þeir mjög skiljanlegir og ég hugsa að það verði aldrei hægt að ná Alþingi þannig samansettu að þjóðin verði sátt við það nema að það verði einstaklingskjör, að þjóðin geti kosið um einstaklinga. Við sjáum að menn eru að kjósa einhverja flokka en vita svo ekkert hverja þeir eru að kjósa inn á þingið.

Við svona ástand held ég að það sé langbest að reyna að ná til einstaklinga, gera þá ábyrga. Það þarf auðvitað breytingar á kosningalöggjöfinni. Ég held að það sé það skref í stjórnkerfinu sem sé það skásta. Og ég er ekki frá því að það sé ekki of seint að fara með bankana í gjaldþrot.

Menn spáðu lengi falli Sambandsins. Eitt kaupfélag var látið fara á hausinn og það varð allt vitlaust út af því. Svo fór allt Sambandið á hausinn en það var aldrei sett í gjaldþrot og þess vegna hefur spillingarhalinn frá sambandinu náð allt til dagsins í dag. Ég var akkúrat sannfærður þegar bankabólan var að það færi eins fyrir bankakerfinu og sambandinu, að það myndi hrynja.“

Kröfurnar kæmu upp á yfirborðið

- Af hverju er betra að bankarnir fari í gjaldþrot?

„Ég held að með gjaldþroti komi upp á borðið allar þær kröfur sem að eru til staðar. Með því að láta þá ekki fara á hausinn, heldur setja á þá nýjar kennitölur og skipa skilanefndir sem eiga síðan að leysa úr hinum svokallaða vanda, sé farið í þennan subbulega feluleik sem við erum að upplifa. Það er rótin að því að fólk upplifir mikla mismunun.

Þetta er kannski það sem okkur steðjar mest ógn af í þjóðfélaginu í dag. Það eru þessar svokallaðar skilanefndir og þetta svokallaða leyfi sem bankarnir hafa til að semja við ýmsa aðila. Mistökin voru, að mínu mati í upphafi þegar bankahrunið varð, að fara ekki í gjaldþrot með bankana. Því að við það að fara í gjaldþrot koma kröfurnar upp á yfirborðið. Það sem gerðist þegar Sambandið fór á hausinn var að það var aldrei lýst gjaldþrota. Þess vegna hafa endalaust verið að koma upp spillingarmál tengd því í gegnum tíðina.“

En hvað með listamennina?

- Telurðu að listamenn muni taka virkari þátt í þjóðfélagsumræðunni fram undan heldur en að þeir gerðu á hinum svokallaða góðæristíma?

„Ég sé ekki í röðum ungra listamanna í augnablikinu neina sem að gætu tekið einhvern fána í þjóðfélagsbaráttu.“

- Hvað skortir listamennina sem þú hefur í huga?

„Ég treysti mér ekki til að svara því. Auðvitað væri óskandi að úr röðum listamanna kæmi kröftugur hugsjónamaður. Það væri mjög óskandi.“

- Ef við snúum okkur aftur að stjórnmálunum. Hvað með flokkakerfið sem slíkt? Viltu persónukjör innan flokka eða viltu afnema flokkakerfið?

„Ég held að það skipti ekki öllu máli hvort það er innan eða utan flokkakerfis vegna þess að ef það yrði persónukjör kæmi einfaldlega fram það mikið af einstaklingum sem myndu ekki hengja sig á klafa flokkanna.“

Mun vara lengur en búsáhaldabyltingin

Hrafn kveðst aðspurður eiga von á langvinnri hrinu mótmæla.

„Ég býst við því að þessu sé víðs fjarri lokið.“

- Þannig að mótmælin vari jafnvel lengur en búsáhaldabyltingin? 

„Ég hugsa að þetta geri orðið miklu meira langvarandi ástand. Það ristir miklu dýpra. Þegar búsáhaldabyltingin var í gangi var svo augljóst að reiðin beindist að ákveðnum aðilum í stjórnmálunum, ákveðnum flokkum. Nú held ég að reiðin beinist öðru fremur að stjórnkerfinu, bankakerfinu og öllu batteríinu.

Ég held að þessi mótmæli risti miklu dýpra og lýsi miklu meiri vonbrigðum og vonleysi. Ég held að fyrri mótmæli hafi einkennst af reiði en að mótmælin núna einkennist af heiftarlegum vonbrigðum. Þar held ég að munurinn liggi.“

Miskunnarleysið kemur á óvart

- Hefur miskunnarleysið í þjóðfélaginu komið þér á óvart?

„Já. Það hefur komið mér á óvart að sjá hvað bankarnir og fjármagnsgeirinn hafa gengið fram af mikilli hörku gegn minnimáttar á meðan í skjóli skilanefnda er verið að gefa fólki jafnvel milljarða. Alþingi er algjörlega máttlaust gagnvart bönkunum.

Það er þessi gremja og þessi vonbrigði sem að maður finnst speglast í mótmælum og heyrir í fólki. Áður var það þessi pólitíska reiði. Nú ristir þetta mikið dýpra.“

Önnur staða en á Sturlungaöld

- Þú hefur fjallað um Íslandssöguna í myndum þínum. Telurðu að þetta sé mesta ólga í íslensku þjóðfélagi frá Sturlungaöld?

„Staðan var öðruvísi á Sturlungaöld. Þá voru menn að berjast um yfirráð og völd í bókstaflegum skilningi því það var alveg klárt mál hvar goðorðin voru. Nú er þetta meira blindingsleikur. Þetta er Skugga-Baldur því að þessar svokallaðar skilanefndir og svokallað kennitöluflakk, sem er stundað núna og hefur verið stundað í kerfinu, verður til þess að þeir sem að minnst mega sín munu fara verst út úr þessu.

Ástandið er miklu verra í dag en þegar spillingin var verst í bankabólunni. Eins og gerist oftast í styrjöldum eru það saklaus börn og konur sem að falla,“ segir Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri.

Hrafn telur að bankarnir hefðu átt að vera settir í ...
Hrafn telur að bankarnir hefðu átt að vera settir í gjaldþrot við hrun fjármálakerfisins. Spillingin sem viðgangist í bankakerfinu nú sé gríðarleg. mbl.is
Hrafn saknar þess að ekki séu kröftugir hugsjónamenn í röðum ...
Hrafn saknar þess að ekki séu kröftugir hugsjónamenn í röðum yngri listamanna. Halldór Laxness sést hér á sínum yngri árum. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Mæla með að allt sé uppi á borðum

17:19 Yfir 99 prósent þeirra kvenna sem gefa egg hér á landi velja það að vera opnir gjafar. Þau börn sem verða til úr eggjum þeirra, ef einhver verða, eiga rétt á fá að vita hver gjafinn er, eftir að þau hafa náð 18 ára aldri. Meira »

Hátt í 2.500 tjalda á Akureyri

17:14 „Við höfum ekki við að færa það til bókar jafnóðum,“ segir Ásgeir Hreiðars­son hjá Útil­ífs- og um­hverf­issmiðstöð skáta sem rek­ur tjaldsvæðin á Ak­ur­eyri, spurður um fjöldann á svæðunum. Hann giskar á að um 2.000 manns séu á Hömrum en 4-500 manns á tjaldsvæðinu á Þórunnarstræti. Meira »

Tólfan heldur uppi stuðinu á EM-torginu

16:57 Fjöldi fólks er kominn saman á EM-torginu, Ingólfstorgi, þar sem leikur Íslands og Sviss á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu er sýndur í beinni útsendingu á breiðtjaldi. Meira »

Þyrlan sótti konu í Bláhnjúk

15:21 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slasaðrar konu á Bláhnjúk. Konan hrasaði við göngu. Björgunarsveitarmenn á Hálendisvakt í Landmannalaugum aðstoðuðu konuna en það reyndist svo krefjandi verkefni að koma konunni af vettvangi að sjúkrabifreið að ákveðið var að kalla til þyrluna, segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Meira »

„Óskapnaðurinn“ er Íslandsvinur

15:00 Regnkápa Margrétar Þórhildar Danadrottningar er umdeild í Danmörku, en svo virðist að þetta sé sama kápan og drottningin skrýddist þegar hún kom hingað til lands 1994. Meira »

Nafn mannsins sem lést í Keflavík

14:13 Maður­inn sem lést eftir vinnuslys í Plast­gerð Suður­nesja í gær var fæddur árið 1985.   Meira »

Fasteignasalar ganga Laugaveginn

13:44 Um helgina koma til landsins 85 fasteignarsalar frá Kanada. Hópurinn ætlar að ganga Laugaveginn til styrktar kvennaathvörfum. Meira »

Mengunin frá rotþró eða dýraúrgangi

13:48 Leitað er að uppsprettu saurkólígerlamengunar í Varmá í Mosfellsbæ en hún er talin stafa annað hvort af rotþróm eða dýraúrgangi. Þetta segir Árni Davíðsson, heil­brigðis­full­trúi Mos­fells­bæj­ar, í sam­tali við mbl.is. Meira »

Kona slasaðist á Bláhnjúk

13:23 Björgunarsveitarmenn á hálendisvakt í Landsmannalaugum eru að aðstoða konu sem hrasaði við göngu við Bláhnjúk. Hún getur ekki gengið að sjálfsdáðum. Meira »

Skálholtshátíð sett með klukknahljómi

12:29 500 ára afmæli siðbótar Marteins Luther setur svip sinn á Skálholtshátíð sem hófst í dag og stendur alla helgina.  Meira »

Tjaldbúðirnar jafnast á við stærð Egilshallar

11:52 Um helgina taka að rísa risavaxnar tjaldbúðir á Úlfljótsvatni vegna alþjóðlegs skátamóts sem þar fer fram á næstunni. Meira en 230 tjöld verða sett upp fyrir þá 4.000 skáta og 1.000 sjálfboðaliða sem mæta á mótið. Meira »

Safna fé til að klára útialtarið

11:40 Sögufélagið Steini á Kjalarnesi hefur hafið áheitafjársöfnun á vefsíðunni Karolinafund.com vegna gerðar útialtaris með keltnesku hringsniði, sem félagið er að reisa við Esjuberg á Kjalarnesi. Meira »

Tekjur frá stjórnvöldum tvöfölduðust

10:11 Tekjur Rauða kross Íslands af samningum við stjórnvöld tvöfölduðust milli áranna 2015 og 2016 vegna aukinna umsvifa í málefnum hælisleitenda. Þetta kemur fram í ársskýrslu Rauða krossins fyrir árið 2016. Meira »

Handtekinn grunaður um íkveikjuna

09:36 Lögreglan hefur handtekið manninn sem grunaður er um að hafa kveikt í bif­reið hjá Vogi nærri Stór­höfða í gær. Þegar lögregla fann manninn hafði hann reynt að kveikja í mottu í fjölbýlishúsi. Meira »

Hælisleitendur voru á útkikki

08:22 Um fimmtíu manna hópur sérhæfðra björgunarsveitarmanna mun halda áfram leit að Georgíumanninum Nika Bega­des í dag. Fjörutíu manna hópur frá Georgíu sótti um hæli á Íslandi í júní. Meira »

Búist við miklum mannfjölda á Egilsstöðum

10:06 Seyðisfjarðarvegi verður lokað að hluta og strætisvagn verður gerður út til að draga úr umferðarþunga á Egilsstöðum þegar Unglingalandsmót UMFÍ fer þar fram um verslunarmannahelgina. Meira »

Troðið á tjaldsvæðunum

09:05 Tjaldsvæðin á Akureyri, bæði við Þórunnarstræti og að Hömrum við Kjarnaskóg, voru fullsetin í gærkvöldi og þurfti að loka fyrir frekari gestakomur. Í dag er hreyfing á fólki og því alls ekki útilokað að tjaldstæði sé að finna í blíðunni fyrir norðan. Meira »

Sykurlaust gos tekur fram

08:18 Algjör umskipti hafa orðið á gosdrykkjamarkaði undanfarin ár og sala á sykurlausum gosdrykkjum aukist á kostnað sykraðra.  Meira »
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Rotþrær og heitir pottar
Rotþrær og heitir pottar Rotþrær-heildarlausnir með leiðbeiningum um frágang. Ód...
Fjölskylda óskar eftir 4+herb íbúð
Fimm manna fjölskylda frá Akureyri bráð vantar 4+ herb íbúð á höfuðborgarsvæðinu...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....