Fela sig á bak við AGS

Steingrímur J. Sigfússon, Jóhanna Sigurðardóttir og Árni Páll Árnason ræða …
Steingrímur J. Sigfússon, Jóhanna Sigurðardóttir og Árni Páll Árnason ræða við blaðamenn eftir ríkisstjórnarfund í gær. mbl.is/Jón Pétur

Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ríkisstjórnin sé ráðvillt og hafi engar tillögur fram að færa um skuldavanda heimila og fyrirtækja. Sjálfstæðismenn vilja lengja í lánum og lækka þau umtalsvert.

Talsmenn ríkisstjórnarinnar sögðu í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra að stjórnin hefði heitið Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) því að nota ekki flatan niðurskurð á lánum sem eru að sliga marga, bæði heimili og fyrirtæki.

„Ég hef haft á tilfinningunni í langan tíma að ríkisstjórnin noti AGS sem skálkaskjól,“ segir Ólöf. „Það er dálítið merkilegt að ráðherrar VG geri þetta og ég tek ekkert mark á þeim. Þetta hefur komið fram bæði hjá Ögmundi Jónassyni, þegar hann hefur rætt um nauðungaruppboðin, og hjá Steingrími J. Sigfússyni núna. En það gengur ekkert fyrir þessa ráðherra að fela sig á bak við einhverja aðra menn þegar kemur að því að leysa vanda Íslendinga. Menn verða bara að hafa þrek til að taka á þeim vanda sem framundan er. Ef ríkisstjórnin getur það ekki verður hún bara að fara frá,“ segir Ólöf í Morgunblaðinu í dag.



Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert