Fólk sýni æðruleysi og missi ekki vonina

Halldóra J. Þorvarðardóttir gengur frá messu til þinghúss ásamt biskupi …
Halldóra J. Þorvarðardóttir gengur frá messu til þinghúss ásamt biskupi og þingmönnum. mbl.is/Júlíus

„Þetta eru virkilega erfiðir og sárir tímar,“ segir Halldóra J. Þorvarðardóttir, prófastur í Landsveit, um stöðuna í íslensku samfélagi um þessar mundir.

Hún segist skilja reiði og áhyggjur fólksins og mótmæli séu birtingarform ríkjandi ástands. Þau eigi sinn skilning en ofbeldi eigi aldrei rétt á sér.

Halldóra predikaði í Dómkirkjunni fyrir þingsetningu sl. föstudag og á leiðinni inn í Alþingishúsið fékk hún egg í höfuðið og blæddi örlítið úr hægra eyra hennar. Í samtali í Morgunblaðinu í dag segist hún hafa verið viðbúin öllu og kveinki sér ekki undan högginu. Eftir standi sú reynsla að hafa tekið þátt í þessum atburði og verið í hringiðunni.


Séra Halldóra predikar í Dómkirkjunni við setningu Alþingis.
Séra Halldóra predikar í Dómkirkjunni við setningu Alþingis. mbl.is/Eggert
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert