„Þetta var gott samtal“

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna mætir á fund með ráðherrum í dag
Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna mætir á fund með ráðherrum í dag mbl.is/Ernir Eyjólfsson

„Við fengum tækifæri til að kynna okkar hugmyndir og svo var umræða um þær og einnig hvað þau eru að hugsa og hvað þau vilja gera. Þetta var gott samtal, og samkomulag um að við munum hittast eftir helgi,“ sagði Marinó G. Njálsson, stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna, eftir fund með fimm ráðherrum í stjórnarráðshúsinu í morgun.

Marinó segir að hugmyndir samtakanna eigi hljómgrunn hjá ríkisstjórninni en spurningin er frekar um hvernig eigi að útfæra þær. „Það þarf að fá fleiri að borðinu, s.s. bankanna og lífeyrissjóðina.“

Aðspurður um hvað það sé sem ríkisstjórnin þurfi að gera til að Hagsmunasamtök Heimilanna sé ánægð segir Marinó að koma þurfi til móts við fólkið í landinu, draga úr þeirri miklu greiðslubyrði sem hvílir á fólkinu. „Þau vildu halda umræðunni áfram,  sögðu þetta góðan grunn til að byggja á og það væri hægt að skoða þetta betur. Það væru hlutir þarna sem væru erfiðari en aðrir og því þyrfti fleiri að borðinu. Næsta mál er að halda umræðunni áfram.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert