Verða 73 þúsund heimili eignalaus?

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna mætir á fund með ráðherrum í dag
Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna mætir á fund með ráðherrum í dag mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Stjórn VR hefur lýst yfir stuðningi við kröfur Hagsmunasamtaka heimilanna um aðgerðir til lausnar skuldavanda heimilanna. Samkvæmt grein á vef samtakanna stefnir í að 73 þúsund íslensk heimili verði eignalaus í árslok 2011. Stjórn samtakanna ræðir aðgerðir til bjargar heimilunum við ráðherra í dag.

Að sögn Friðriks Ó. Friðrikssonar, formanns Hagsmunasamtaka heimilanna, skiptir stuðningur VR gríðarlega miklu máli enda um eitt stærsta stéttarfélag landsins að ræða. Fjórir stjórnarmenn í HH eiga fund með forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, og aðra lykilráðherra í dag þar sem farið verður yfir stöðu heimilanna í landinu og leiðir til að bjarga þeim úr skuldavanda sem við þeim blasir. Undanfarið hefur stjórn HH rætt við þingflokkana og verður þeirri vinnu haldið áfram.

Í grein sem Agnar Jón Ágústsson ritar á vef HH kemur fram að fyrir árslok 2011 verði 73 þúsund heimili á Íslandi eignalaus.

Í byrjun árs 2008 áttu 73.000 fjölskyldur húsnæði metið á 1.830 milljarða. en húsnæðisskuldir að upphæð 861 milljarða. Samkvæmt heimildum Seðlabanka Íslands voru heildarskuldir heimila hins vegar 1.550 milljarðar í byrjun árs. Eiginfjárhlutfall þessara 73.000 fjölskyldna var 54% í byrjun 2008, lækkaði 40% í árslok 2008 og lauslega áætlað, verður eiginfjárhlutfall þessara heimila uppurið 2011 miðað við spá um verðbólgu og fasteignaverð á næsta ári.

80% af nauðungasölum knúnar fram af ríkissjóði ekki bönkunum

Að sögn Friðriks er staðan víða afar slæm og ákveðin öfugmæli í gangi. „Nú er vísað til umboðsmanns skuldara en samkvæmt okkar upplýsingum þá hafa einungis tuttugu mál verið afgreidd frá því hann tók við fyrir tveimur mánuðum. Við erum að tala um þörf fyrir að afgreiða þúsundir ef ekki tug þúsundir mála strax eða á næstunni," segir Friðrik.

Hann segir að samtökin hafi fengið ábendingar um að 80% af þeim nauðungasölum sem eru yfirvofandi séu knúnar fram af opinberum aðilum, ekki bönkunum. Það er ríkissjóði Íslands. Það skjóti skökku við að á sama tíma sé ábyrgðinni varpað alfarið á bankana af ríkisstjórn Íslands. 

Það eru viss öfugmæli í þessu og menn vísa ábyrgðinni hver á annan sem náttúrulega gengur ekki upp, segir Friðrik.

Verðmæti fasteigna hefur minnkað um 370 milljarða og skuldir hækkað um 417 milljarða

Í grein Agnars á vef HH kemur fram að í byrjun árs 2008 nam heildarverðmæti íbúðareigna samkvæmt Þjóðskrá Íslands um 2.430 milljörðum. Skuldir í verðtryggðum- og erlendum lánum var samtals um 1.030 milljarðar árið 2008. Um 100.000 heimili voru skráð fyrir íbúðaeign og þar af skulduðu 27.000 heimili ekkert í eigin húsnæði.

Verðmæti fasteigna stendur nú í um 2.060 milljörðum og hefur lækkað um 370 milljarða á sama tíma og skuldir hafa hækkað um 417 milljarða. Aðrar peningalegar eignir hafa einnig lækkað við bankahrunið, og töpuðu 56.000 einstaklingar 183 milljörðum í hlutabréfum fjármálafyrirtækja og annarra fyrirtækja sem skráð voru í Kauphöll Íslands. Þá er ótalið aðrar eignir sem lækkað hafa í verði eða tapast vegna hrunsins," segir ennfremur í grein Agnars á vef Hagsmunasamtaka heimilanna.

Það stefnir í að 73 þúsund íslensk heimili verði eignalaus ...
Það stefnir í að 73 þúsund íslensk heimili verði eignalaus eftir rúmt ár mbl.is
Frá fundi stjórnarmanna Hagsmunasamtaka heimilanna og ráðherrum í stjórnarráðsbyggingunni í ...
Frá fundi stjórnarmanna Hagsmunasamtaka heimilanna og ráðherrum í stjórnarráðsbyggingunni í dag mbl.is/Ernir Eyjólfsson
mbl.is

Innlent »

Lokahnykkur hafnarframkvæmda

08:18 Verktakar eru að leggja lokahönd á nýtt athafna- og geymslusvæði við Húsavíkurhöfn. Er þetta lokahnykkurinn í miklum framkvæmdum sem ráðist er í vegna iðnaðaruppbyggingar á Bakka. Meira »

Hafa þrek og þor í verkefnin

08:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins segir að kosningarnar í haust muni meðal annars snúast um að leysa húsnæðisvandann, einkum hjá ungu fólki sem komist ekki út úr foreldrahúsum eða af leigumarkaði vegna þess að það eigi ekki fyrir útborguninni. Meira »

Íslenskur lax fjarskyldur Evrópulaxi

07:57 Í nýrri grein sem birt var í Vísindariti Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES Journal of Marine Science, er greint frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á erfðafræði Atlantshafslax. Meira »

Boða aðgerðir í kynferðisbrotamálum

07:37 Samráðshópur um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins leggur til víðtækar aðgerðir í lokadrögum að aðgerðaáætlun sem skilað hefur verið til dómsmálaráðherra, Sigríðar Andersen. Meira »

Herjólfur stefnir til Landeyjahafnar

07:28 Herjólfur stefnir til Landeyjahafnar í dag en óvissa er með ferðir skipsins til og frá höfninni klukkan 11 og 12.45 vegna flóðastöðu. Meira »

Grunaðir um ölvunar- og fíkniefnaakstur

07:14 Bifreið var stöðvuð í Hraunbæ um hálfeittleytið í nótt. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.  Meira »

Tæpar 5 milljónir fyrir kynningarrit

06:41 Reykjavíkurborg greiddi 4,8 milljónir króna fyrir kynningarrit um húsnæðismál og uppbyggingu í borginni sem var dreift í hús í vikunni. Meira »

Svört forsíða Stundarinnar

07:03 Forsíða nýjasta tölublaðs Stundarinnar er með óvenjulegu sniði í dag en hún er svört. Ástæðan er væntanlega lögbann sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu gegn fréttaflutningi Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum úr gamla Glitni. Meira »

Isavia kyrrsetti flugvél Air Berlin

06:28 Isavia kyrrsetti skömmu fyrir miðnætti flugvél Air Berlin á Keflavíkurflugvelli vegna notendagjalda sem eru í vanskilum og eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar Air Berlin. Meira »

Alvarlega slasaður eftir bílveltu

06:19 Einn maður slasaðist alvarlega í bílveltu í Álftafirði í Ísafjarðardjúpi seint í gærkvöldi. Björgunarsveitir frá norðanverðum Vestfjörðum voru kallaðar út eftir vegna manns sem hafði verið á leið til Ísafjarðar en ekkert spurst til. Bílinn fannst utan vegar í Álftafirði á ellefta tímanum. Meira »

Mikil rigning á Austfjörðum

06:10 Búist er við talsverðri eða mikilli rigningu á Austfjörðum fram undir hádegi og má búast við vatnavöxtum ásamt auknum líkum á skriðuföllum. Meira »

Skoða afstöðu til gjaldtöku

05:30 Reykjanes Geopark hefur óskað eftir afstöðu sveitarfélaga á svæðinu til hugsanlegrar gjaldtöku á ferðamannastöðum. „Við erum að kanna afstöðu sveitarfélaga til þess hvaða leiðir eigi að fara til að fjármagna uppbyggingu. Meira »

Óheimilt að skerða bætur

05:30 Úrskurðarnefnd velferðarmála felldi úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að skerða tekjutengd bótaréttindi ellilífeyrisþega á Íslandi vegna erlendra lífeyrissjóðsgreiðslna. Meira »

Girða fyrir svigrúm til skattalækkana

05:30 Verði kosningaloforð stjórnmálaflokkanna að veruleika verður lítið svigrúm fyrir skattalækkanir næstu ár.   Meira »

Tvær nýjar ylstrandir í Reykjavík

05:30 Stefnt er að því að ylstrandir verði búnar til við Gufunes og við Skarfaklett. Tillaga borgarstjóra þess efnis að stofnaður verði starfshópur um að kanna möguleika á því að nýta heitt umframvatn til þess var samþykkt í borgarráði í gær. Meira »

Eykur áhættu í hagkerfinu

05:30 Mikil aukning ríkisútgjalda næstu misseri getur haft ýmar afleiðingar. Með því væri ríkið að örva hagkerfið á versta tíma í hámarki uppsveiflunnar sem myndi ógna stöðugleika og samkeppnishæfni landsins. Meira »

Suðurnesin skilin eftir í framlögum

05:30 Fjárveitingar ríkisins til helstu stofnana á Suðurnesjum eru mun lægri en það sem þekkist í öðrum landshlutum. Þetta er meðal þess sem rætt var á opnum fundi á vegum Reykjanesbæjar í Safnahúsinu í gærkvöldi. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn kostar mestu til

05:30 „Við erum að áætla að kosningarbaráttan geti kostað Sjálfstæðisflokkinn á landsvísu 30 til 35 milljónir króna í heild, en það hvernig þessi útgjöld skiptast er ekki komið á hreint enn og því ótímabært að tala um það,“ segir Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri flokksins. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Húsgagnaviðgerðir
Ég tek að mér viðgerðir á húsgögnum bæði gömlum og nýjum. Starfsemin fer fram í ...
Haustútsala
HAUSTÚTSALA alls konar nærfatnaður á 30% afslætti Laugavegi 178, sími 551 3366. ...
Rýmingarsala
Rýmingarsala á vörubíladekkjum 13 R 22.5 kr. 31452 + vsk 1200 R 20 kr. 23387 + v...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður óskast! Vélavörð vantar á ...