Verða 73 þúsund heimili eignalaus?

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna mætir á fund með ráðherrum í dag
Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna mætir á fund með ráðherrum í dag mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Stjórn VR hefur lýst yfir stuðningi við kröfur Hagsmunasamtaka heimilanna um aðgerðir til lausnar skuldavanda heimilanna. Samkvæmt grein á vef samtakanna stefnir í að 73 þúsund íslensk heimili verði eignalaus í árslok 2011. Stjórn samtakanna ræðir aðgerðir til bjargar heimilunum við ráðherra í dag.

Að sögn Friðriks Ó. Friðrikssonar, formanns Hagsmunasamtaka heimilanna, skiptir stuðningur VR gríðarlega miklu máli enda um eitt stærsta stéttarfélag landsins að ræða. Fjórir stjórnarmenn í HH eiga fund með forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, og aðra lykilráðherra í dag þar sem farið verður yfir stöðu heimilanna í landinu og leiðir til að bjarga þeim úr skuldavanda sem við þeim blasir. Undanfarið hefur stjórn HH rætt við þingflokkana og verður þeirri vinnu haldið áfram.

Í grein sem Agnar Jón Ágústsson ritar á vef HH kemur fram að fyrir árslok 2011 verði 73 þúsund heimili á Íslandi eignalaus.

Í byrjun árs 2008 áttu 73.000 fjölskyldur húsnæði metið á 1.830 milljarða. en húsnæðisskuldir að upphæð 861 milljarða. Samkvæmt heimildum Seðlabanka Íslands voru heildarskuldir heimila hins vegar 1.550 milljarðar í byrjun árs. Eiginfjárhlutfall þessara 73.000 fjölskyldna var 54% í byrjun 2008, lækkaði 40% í árslok 2008 og lauslega áætlað, verður eiginfjárhlutfall þessara heimila uppurið 2011 miðað við spá um verðbólgu og fasteignaverð á næsta ári.

80% af nauðungasölum knúnar fram af ríkissjóði ekki bönkunum

Að sögn Friðriks er staðan víða afar slæm og ákveðin öfugmæli í gangi. „Nú er vísað til umboðsmanns skuldara en samkvæmt okkar upplýsingum þá hafa einungis tuttugu mál verið afgreidd frá því hann tók við fyrir tveimur mánuðum. Við erum að tala um þörf fyrir að afgreiða þúsundir ef ekki tug þúsundir mála strax eða á næstunni," segir Friðrik.

Hann segir að samtökin hafi fengið ábendingar um að 80% af þeim nauðungasölum sem eru yfirvofandi séu knúnar fram af opinberum aðilum, ekki bönkunum. Það er ríkissjóði Íslands. Það skjóti skökku við að á sama tíma sé ábyrgðinni varpað alfarið á bankana af ríkisstjórn Íslands. 

Það eru viss öfugmæli í þessu og menn vísa ábyrgðinni hver á annan sem náttúrulega gengur ekki upp, segir Friðrik.

Verðmæti fasteigna hefur minnkað um 370 milljarða og skuldir hækkað um 417 milljarða

Í grein Agnars á vef HH kemur fram að í byrjun árs 2008 nam heildarverðmæti íbúðareigna samkvæmt Þjóðskrá Íslands um 2.430 milljörðum. Skuldir í verðtryggðum- og erlendum lánum var samtals um 1.030 milljarðar árið 2008. Um 100.000 heimili voru skráð fyrir íbúðaeign og þar af skulduðu 27.000 heimili ekkert í eigin húsnæði.

Verðmæti fasteigna stendur nú í um 2.060 milljörðum og hefur lækkað um 370 milljarða á sama tíma og skuldir hafa hækkað um 417 milljarða. Aðrar peningalegar eignir hafa einnig lækkað við bankahrunið, og töpuðu 56.000 einstaklingar 183 milljörðum í hlutabréfum fjármálafyrirtækja og annarra fyrirtækja sem skráð voru í Kauphöll Íslands. Þá er ótalið aðrar eignir sem lækkað hafa í verði eða tapast vegna hrunsins," segir ennfremur í grein Agnars á vef Hagsmunasamtaka heimilanna.

Það stefnir í að 73 þúsund íslensk heimili verði eignalaus ...
Það stefnir í að 73 þúsund íslensk heimili verði eignalaus eftir rúmt ár mbl.is
Frá fundi stjórnarmanna Hagsmunasamtaka heimilanna og ráðherrum í stjórnarráðsbyggingunni í ...
Frá fundi stjórnarmanna Hagsmunasamtaka heimilanna og ráðherrum í stjórnarráðsbyggingunni í dag mbl.is/Ernir Eyjólfsson
mbl.is

Innlent »

„Gömlu leiðirnar“ gangi ekki upp

12:35 „Við erum að reyna að horfa á þetta í stærra samhengi og reyna að koma með langtímalausnir þannig að við séum ekki alltaf að upplifa endurtekið efni,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í samtali við mbl.is. Meira »

Útilokar að Nikolaj sé gerandi

12:12 „Mér finnst það útilokað,“ sagði Ragnar Jónsson, rannsóknarlögreglumaður hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, spurður um það hvort Nikolaj Wil­helm Her­luf Ol­sen geti hafa verið gerandi í máli Birnu Brjánsdóttur. Meira »

„Það var haft rangt við“

12:10 „Ég hafði hvorki né hef nokkuð á móti þessum göngum. Þau eru í sjálfu sér eðlileg. En fyrir mér var verið að gera vitleysu,“ segir Mörður Árnason, sem var stjórnarþingmaður í samgöngunefnd Alþingis þegar þingið ákvað að heimila ríkisábyrgð á 8,7 milljarða króna kostnaði við gerð Vaðlaheiðarganga. Meira »

Seinkun vegna tæknibilunar hjá Primera

11:54 Flugfélagið Primera Air hefur þurft að seinka flugi sínu frá Keflavíkurflugvelli til Trieste á Ítalíu. Upphaflega átti vélin að fara snemma í morgun en félagið ber fyrir sig tæknibilun. Meira »

Nokkrar tilraunir til fjárkúgunar

11:41 Vefveiðar og svikapóstar eru stærsti einstaki flokkur atvika sem skráð voru hjá netöryggisveit Póst- og fjarskiptastofnunar, CERT-ÍS, á síðasta ári. Tilkynningar til netöryggissveitarinnar koma að mestu leyti erlendis frá, að því fram kemur í ársskýrslu. Meira »

Magakveisa og mötuneyti lokað

11:08 Magakveisa hefur herjað á um helming starfsfólks Hörðuvallaskóla og hefur meðal annars þurft að aflýsa viðtölum í nokkrum bekkjardeildum í dag vegna þess. Samkvæmt tilmælum læknis skólans verður mötuneyti skólans lokað í dag og á morgun til að draga úr smithættu. Meira »

Thomas Olsen mætti ekki í dómsal

10:15 Thomas Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, mætti ekki til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Verjandi hans, Páll Rúnar M. Kristjánsson, situr þinghaldið fyrir hans hönd. Meira »

Blóð úr Birnu um allan bílinn

11:06 Blóð úr Birnu Brjánsdóttur var að finna um alla Kia Rio-bifreiðina sem Thomas Møller og Ni­kolaj Olsen höfðu á leigu aðfaranótt laugardagsins 14. janúar síðastliðins þegar Birna hvarf. Fundust blóðblettir meðal annars í aftursæti bílsins, í lofti, á hraðamæli, í sólskyggni og á hurð hans. Meira »

Nikolaj hafi ekki farið aftur frá borði

10:11 Ekkert bendir til þess að Nikolaj Wil­helm Her­luf Ol­sen hafi farið aftur frá borði Polar Nanoq eftir að hann fór í skipið um klukkan sex að morgni laugardagsins 14. janúar síðastliðins, miðað við hreyfingar síma hans. Meira »

Helgi setti háar fjárhæðir í Viðreisn

10:07 Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn hlaut tæpar 27 milljónir króna í styrki á stofnári sínu samkvæmt ársreikningi síðasta árs sem Ríkisendurskoðun hefur birt. Meira »

Gantaðist með að Birna væri um borð

09:42 Nukaaraq Larsen, einn skipverja af Polar Nanoq, er fyrstur til að bera vitni á öðrum degi aðalmeðferðar í sakamáli á hendur Thomasi Møller Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur 14. janúar síðastliðinn. Meira »

Rúmlega 13 þúsund nemendur við HÍ

09:01 Háskóli Íslands er í 222. sæti yfir bestu háskóla í heimi. Alls voru 13.307 nemendur skráðir í Háskólanum árið 2016 þar af voru flestir í grunnnámi eða 64,7%. Tæplega þrjú þúsund manns brautskráðust árið 2016, þar af 67 doktorar. Meira »

Kaupverð hækkar umfram leiguverð

08:50 Leiguverð hefur gefið nokkuð eftir í samanburði við kaupverð fjölbýlis á síðustu misserum. Þannig hefur kaupverð hækkað 7 prósentustig umfram leiguverð síðustu 12 mánuði og rúmlega 17 prósentustig umfram leiguverð frá ársbyrjun 2012. Meira »

Elsti félaginn í Lions á Íslandi

08:18 Ásta Sigurrós Sigmundsdóttir, íbúi í Sunnuhlíð í Kópavogi, er 100 ára í dag. Hún er fædd á Ísafirði, dóttir Sigmundar Brandssonar og Júlíönu Óladóttur. Systkini Ástu voru Anna Kr. Meira »

„Virðist vera að fálma í myrkri“

08:06 Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, segir að svo virðist sem Thomas Møller Olsen fálmi í myrkri. „Hann er að reyna að krafla sig upp úr þessu, en virðist ekki geta það,“ segir Helgi um framburð Thomasar fyrir rétti í gær. Annar dagur réttarhaldanna hefst klukkan 9:15. Meira »

Hjartasteinn tilnefnd

08:32 Kvikmyndin Hjartasteinn er í hópi 51 kvik­myndar sem til­nefnd­ er til evr­ópsku kvikmynda­verðlaun­anna í ár. Þrestir voru tilnefndir í fyrra. Meira »

Skoða fjórar leiðir Borgarlínu

08:15 Tvær leiðir eru taldar ákjósanlegastar fyrir borgarlínu frá Firði, verslunarmiðstöðinni í Hafnarfirði, um Hafnarfjörð og í átt til Garðabæjar. Þetta kemur fram í skýrslu Mannvits – verkfræðistofu. Meira »

Bretar fá leynivopnið togvíraklippur

07:57 Sjóminjasafnið í Hull (Hull Maritime Museum) fær leynivopn Landhelgisgæslunnar í þorskastríðunum, togvíraklippur, afhent 1. september. Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Tilboð! - Garðhús 9 fm - kr. 279.300,-
Flaggskip okkar í garðhúsum, Brekka 34 - 9 fm - gert úr 34mm þykkum bjálka og tv...
Til sölu Ford Escape jeppi
Til sölu Ford Escape jeppi, benzín, árgerð 2007, ekinn tæpar 120 þús mílur. Vel ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...