Unnið að frumrannsóknum vegna Fjarðarheiðarganga

Seyðisfjörður
Seyðisfjörður Árvakur/Steinunn

Vegagerðin hefur falið Verkfræðistofunni Eflu að vinna fyrir áramót þrjá verkþætti sem snúa að frumrannsóknum vegna Fjarðarheiðarganga. Í fyrsta lagi er um að ræða stöðumat þar sem dregin verða saman öll gögn varðandi undirbúning  jarðgangagerðar á þessu svæði og mat lagt á næstu skref.

Í öðru lagi að fara yfir þær áskoranir sem helst er við að etja hvað varðar svo löng göng sem Fjarðarheiðargöng gætu orðið, þ.e. 12-14 kílómetrar. Í þriðja lagi er verkfræðistofunni Eflu falið að kanna hugsanleg munnastæði og hvort hægt sé að leysa vegtengingu milli Seyðisfjarðar og Héraðs með styttri göngum en mest hefur verið rætt um, samkvæmt frétt á vef Seyðisfjarðar.

Bæjarstjórn Seyðisfjarðar hefur undanfarna mánuði sett aukinn kraft í þrýsting á að Fjarðarheiðargöng komist á samgönguáætlun stjórnvalda.

Sjá hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert