Áfram sumarveður á Íslandi

Útlit er fyrir ágætt veður um helgina.
Útlit er fyrir ágætt veður um helgina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Útlit er fyrir sumarveður um allt land um helgina og fram eftir næstu viku. Veður verður milt og á sunnudag ætti að sjást til sólar á meginhluta landsins.

Veðurstofan spáir hægri austlægri átt á morgun og bjartviðri nema hvað skýjað getur orðið með ströndinni sunnan til á landinu. Hiti verður á bilinu 6 til 12 stig.

Á sunnudag er spáð hægviðri en austan 5-10 metrum á sekúndu við suðurströndina og smásúld. Hiti verður 8 til 15 stig að deginum, hlýjast á suðvesturlandi.

Veðrið helst svipað fram í næstu viku. Á miðvikudag og fimmtudag er spáð suðlægri átt með vætu en þurru á norðaustanverðu landinu og áfram verður milt veður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert