Lánin væru 16% lægri

Verð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað um 16% frá hruni.
Verð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað um 16% frá hruni. Rax / Ragnar Axelsson

Ef verðtryggð húsnæðislán hefðu fylgt vísitölu íbúðarverðs í stað vísitölu neysluverðs hefði höfuðstóll lánanna lækkað um rúmlega 16% frá bankahruni. Það er lítið eitt lægri tala en nú er verið að tala um að þurfi að leiðrétta.

Már Wolfang Mixa segir frá þessum útreikningum á bloggi sínu en hann skrifaði nýlega skýrslu fyrir VR um þessi mál, eins og fram kom í Morgunblaðinu.

Hann vekur athygli á því á blogginu að umræðan um 18% lækkun verðtryggðra húsnæðislána væri óþörf ef miðað hefði verið við íbúðaverð, í stað neysluvísitölu. „[H]öfuðstóll lána hefði lækkað einfaldlega vegna lækkandi íbúðaverðs og má jafnvel áætla að lækkunin hefði verið skarpari því vitað er að margir hefðu verið tilbúnari til að selja fasteignir sínar á lægra verði ef höfuðstóll lána hefði fylgt með láninu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert