Skoðar meðferð kynferðisbrota

Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra segir ábyrgð á ofbeldi hvíla á herðum ...
Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra segir ábyrgð á ofbeldi hvíla á herðum þess sem því beitir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra ætlar að skoða meðferð kynferðisbrotamála innan lögreglunnar og hjá ákæruvaldi og dómstólum.  Fyrsta skrefið verður að kalla til fulltrúa þessara aðila sem og Stígamóta, Neyðarmóttöku vegna nauðgana og fleiri. 

Tilefnið er m.a. afar umdeild ummæli Valtýs Sigurðssonar ríkissaksóknara í DV í síðustu viku um einstök kynferðisbrotamál og brotaflokkinn almennt. Í tveimur ítarlegum viðtölum lýsti Valtýr m.a. skoðun sinni á ábyrgð þolenda kynferðisofbeldis, hegðun þeirra og áfengisdrykkju, sem m.a. Femínistafélag Íslands telur þess eðlis að saksóknarinn sé ekki starfi sínu vaxinn. 

„Ábyrgð á ofbeldi hvílir á herðum þess sem því beitir,“ segir Ögmundur. „Það þarf allt samfélagið að viðurkenna, þar með talið réttarvörslukerfið.“

Hann hefur þegar átt fund með ríkissaksóknaranum þar sem honum var gerð grein fyrir þeim fjölda athugasemda sem bárust ráðuneytinu vegna ummælanna í DV.  „Á þeim fundi urðum við ásáttir um að dómsmála- og mannréttindaráðuneytið sendi honum bréf og óskaði eftir greinargerð hans með skýringum.“

Meðal annars spyr ráðuneytið hvort umræða með þátttöku saksóknara um einstaka mál sem til embættisins rata þjóni þeim mikilvægu verndarhagsmunum sem þarna eru. „Eins spyrjum við hvort umfjöllun ríkissaksóknara af þessu tagi sé til þess fallin að efla traust brotaþola á réttarvörslukerfinu. Það traust er mér mjög hugleikið,“ segir Ögmundur.

Getur ekki vikið ríkissaksóknara úr starfi

Spurður um hvort til frekari aðgerða verði gripið, s.s. áminningar eða brottvikningar, segir Ögmundur  að embætti ríkissaksóknara hafi nokkra sérstöðu og staða hans sjálfs sé áþekk stöðu Hæstaréttardómara. Ríkissaksóknari sé skipaður ótímabundið og hann fari með ákæruvaldið, sem lögum samkvæmt er sjálfstætt. „Sem ráðherra virði ég það,“ segir Ögmundur. „Þessi aðskilnaður er mikilvægur því annars byðum við hættunni heim á að pólitískur ráðherra skipti sér af einstaka sakamálum eða þá að hann gæti skipt út ríkissaksóknara eða jafnvel dómurum eftir eigin hentisemi. Mikilvægt er að taka mið af þessu.

Ég tel hins vegar líka áríðandi að við í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu, ekki síst með vísan til þess síðarnefnda, skoðum í samvinnu við allt réttarvörslukerfið og fleiri sem að þessum málum koma hvort við getum á einhvern hátt brugðist við þeirri staðreynd að þolendur kynferðisbrota virðast veigra sér við að leita réttar síns. Ábyrgð á ofbeldi hvílir á herðum þess sem því beitir. Það þarf allt samfélagið að viðurkenna, þar með talið réttarvörslukerfið.“

En telur dómsmálaráðherra málið þannig vaxið að ríkissaksóknara beri að víkja vegna ummæla sinna?

„Ríkissaksóknari metur sjálfur hæfi sitt og vanhæfi,” segir Ögmundur. „Ég tel að ég og ríkissaksóknari höfum þegar átt gott samtal og ég bind vonir við að sú vinna sem við höfum ákveðið að hefja á vettvangi ráðuneytisins verði árangursrík.“ 

Pottur er brotinn 

Ögmundur segir að miðað við þær tölfræðilegu upplýsingar sem fyrir liggi  um fjölda þolenda kynferðisofbeldis sem aldrei leita til réttarkerfisins þá sé ljóst að pottur sé brotinn. „Sé ástæðanna að leita í skorti á trausti gagnvart kerfinu þá þurfum við að bæta úr því. Þess vegna vil ég kalla til lögreglu, ákæruvald, dómstóla, Stígamót, Neyðarmóttöku vegna nauðgana og fleiri  til að ræða saman og greina hvar megi úr bæta.  Ég hef trú á því að allt það fólk sem innan kerfisins starfar vilji gera sitt besta til að taka kynferðisbrotamál, hvort sem þau snúa að börnum eða fullorðnum, föstum tökum. Ég bind vonir við að með samráði megi koma upp með hugmyndir um nauðsynlegar úrbætur.“

Ögmundur segir eina hugmyndina þá að rannsaka meðferð kynferðisbrotamála frá því að þau rata inn á borð lögreglu eða t.d. Neyðarmóttöku vegna nauðgana og þar til dæmt er eða viðkomandi mál fellt niður einhvers staðar í ferlinu.

„Tölfræðilegar upplýsingar liggja þegar fyrir og ítarlegar kannanir hafa verið gerðar erlendis, til dæmis nýlega í Svíþjóð. Þetta er ein af hugmyndunum sem við tökum með okkur inn í vinnuna,” segir Ögmundur.
Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari sagði m.a. í DV um nauðganir: „Er ...
Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari sagði m.a. í DV um nauðganir: „Er mælikvarðinn endilega sá að hún sé ekki virk í rúminu með honum, taki ekki þátt?“ mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Mótmælir ásökunum landlæknis

07:37 „Landlæknir, sem er opinber embættismaður, vegur þarna að starfsheiðri fjölda lækna er starfa á Landspítalanum og við mótmælum því að sjálfsögðu harðlega,“ segir Reynir Arngrímsson, nýkjörinn formaður Læknafélags Íslands. Meira »

Hálkublettir á Suður- og Vesturlandsvegi

07:31 Hálkublettir eru á hringveginum á milli Selfoss og Hvolsvallar. Á Vesturlandi eru hálkublettir á hringveginum frá Baulu og upp Norðurárdal og á Bröttubrekku. Meira »

Rútan sótt í dag

06:44 Rúta sem lokaði veginum að Dettifossi í gær verður dregin upp á veg í birtingu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Opnað var fyrir umferð um veginn klukkan 19 í gærkvöldi. Meira »

Ágætt veður víðast hvar

06:34 Norðaustan 8-13 m/s norðvestanlands í dag, annars hægari vindur. Súld eða rigning fyrir norðan, en léttskýjað suðvestantil. Hiti 3 til 9 stig. Meira »

Fékk 53 milljónir greiddar

05:48 Fjársýsla ríkisins greiddi trúfélaginu Zuism út rúmar 53 milljónir króna sem haldið hefur verið eftir af sóknargjöldum frá því í febrúar í fyrra vegna deilna um hver færi með stjórn félagsins. Meira »

Eyddu skjölum án leyfis

05:30 Enn eru dæmi um að opinberar stofnanir eyði skjölum án heimildar Þjóðskjalasafnsins eins og áskilið er í lögum.  Meira »

Eyþór íhugar oddvitasætið

05:30 Eyþór Arnalds, fyrrverandi formaður bæjarráðs Árborgar, útilokar ekki að hann muni sækjast eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í borgarstjórnarkosningunum í vor. Meira »

Verja tvöfalt meira í tölvukerfi

05:30 Íslensku bankarnir verja tvöfalt hærri fjárhæðum í að reka tölvukerfi en helstu bankar annars staðar á Norðurlöndum, sem glíma einmitt við gömul tölvukerfi og aukinn kostnað sem fylgir eldri tæknilausnum. Meira »

Tuga milljarða íbúðakaup

05:30 Kaup borgarinnar á 500-700 félagslegum íbúðum á næstu fimm árum gætu kostað 18,3-25,6 milljarða. Er þá miðað við meðalverð íbúða sem borgin hefur keypt undanfarið. Meira »

Mikilvægur leikur hjá konunum

05:30 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er nú statt í Tékklandi og fyrir höndum í dag er leikur gegn Tékklandi í undankeppni HM 2019. Meira »

Vestmannaeyingar ósáttir

05:30 Vestmannaeyingar eru afar ósáttir vegna þess dráttar sem verður á að gert verði við Herjólf. Jafnframt gagnrýna þeir Vegagerðina fyrir að hafa ákveðið að nýta ekki ágústmánuð til þess að láta dýpka Landeyjahöfn. Meira »

Heimsóknum fjölgar til Stígamóta

05:30 Fjöldi fólks hefur leitað til Stígamóta í kjölfar átaksins #metoo sem fram fer á Facebook. Undir merkingunni hefur fjöldi kvenna og karla stigið fram og greint frá því að hafa upplifað kynferðislega áreitni. Meira »

Andlát: Þorbjörn Guðmundsson

05:30 Þorbjörn Guðmundsson, fyrrverandi blaðamaður og fulltrúi ritstjóra á Morgunblaðinu, lést í gær á Landspítalanum við Hringbraut. Hann var á 95. aldursári. Meira »

Nálgunarbann eftir langvarandi ofbeldi

Í gær, 22:48 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skyldi sæta brottvísun af heimili og nánar tilgreindu nálgunarbanni. Meira »

Hvaða loforð fá aldraðir og öryrkjar?

Í gær, 22:07 Allir flokkarnir sem bjóða sig fram fyrir alþingiskosningarnar um næstu helgi leggja áherslu á bætt kjör eldri borgara og öryrkja. Notendastýrð persónuleg aðstoð, NPA, er flestum flokkum hugfólgin, rétt eins og hækkun eða afnám frítekjumarksins, hækkun ellilauna og sveigjanleg starfslok. Meira »

Verkfallslög voru til

05:30 „Það vissu allir hvað var að gerast og það þurfti engar hótanir. Við vorum búnir að vera í verkfalli og aldrei verið í jafnlöngu verkfalli og það vita þetta allir.“ Meira »

Upphaf poppbyltingarinnar 1967

Í gær, 22:22 Ný eiturlyf, tíska, pólitískar hræringar og samfélagsleg vakning á meðal ungs fólks koma við sögu þegar skoðað er hvaða þættir höfðu áhrif á að árið 1967 er eins merkilegt og raun ber vitni í tónlistarsögunni. Arnar Eggert Thoroddsen ætlar að skoða þetta magnaða ár á námskeiði hjá Endurmenntun HÍ í næsta mánuði. Meira »

Rándýr aukanótt í Berlín

Í gær, 21:50 Telma Eir Aðalsteinsdóttir og vinkonur hennar komust ekki heim til Íslands í kvöld, eins og áætlað hafði verið, vegna vandræða þýska flugfélagsins Air Berlín. Ein vél félagsins hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðan á fimmtudagskvöld vegna not­enda­gjalda sem eru í van­skil­um. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna
START/BYRJA: 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 28/5, 25/6: 4 weeks/vikur x 5 days/d...
FORD ESCAPE JEPPI TIL SÖLU
Til sölu Ford Escape jeppi, benzín, árgerð 2007, ekinn 193.000km. Vel með farinn...
 
Aðalskipulag
Tilkynningar
Lýsing breytingar Aðalski...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...