Skoðar meðferð kynferðisbrota

Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra segir ábyrgð á ofbeldi hvíla á herðum ...
Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra segir ábyrgð á ofbeldi hvíla á herðum þess sem því beitir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra ætlar að skoða meðferð kynferðisbrotamála innan lögreglunnar og hjá ákæruvaldi og dómstólum.  Fyrsta skrefið verður að kalla til fulltrúa þessara aðila sem og Stígamóta, Neyðarmóttöku vegna nauðgana og fleiri. 

Tilefnið er m.a. afar umdeild ummæli Valtýs Sigurðssonar ríkissaksóknara í DV í síðustu viku um einstök kynferðisbrotamál og brotaflokkinn almennt. Í tveimur ítarlegum viðtölum lýsti Valtýr m.a. skoðun sinni á ábyrgð þolenda kynferðisofbeldis, hegðun þeirra og áfengisdrykkju, sem m.a. Femínistafélag Íslands telur þess eðlis að saksóknarinn sé ekki starfi sínu vaxinn. 

„Ábyrgð á ofbeldi hvílir á herðum þess sem því beitir,“ segir Ögmundur. „Það þarf allt samfélagið að viðurkenna, þar með talið réttarvörslukerfið.“

Hann hefur þegar átt fund með ríkissaksóknaranum þar sem honum var gerð grein fyrir þeim fjölda athugasemda sem bárust ráðuneytinu vegna ummælanna í DV.  „Á þeim fundi urðum við ásáttir um að dómsmála- og mannréttindaráðuneytið sendi honum bréf og óskaði eftir greinargerð hans með skýringum.“

Meðal annars spyr ráðuneytið hvort umræða með þátttöku saksóknara um einstaka mál sem til embættisins rata þjóni þeim mikilvægu verndarhagsmunum sem þarna eru. „Eins spyrjum við hvort umfjöllun ríkissaksóknara af þessu tagi sé til þess fallin að efla traust brotaþola á réttarvörslukerfinu. Það traust er mér mjög hugleikið,“ segir Ögmundur.

Getur ekki vikið ríkissaksóknara úr starfi

Spurður um hvort til frekari aðgerða verði gripið, s.s. áminningar eða brottvikningar, segir Ögmundur  að embætti ríkissaksóknara hafi nokkra sérstöðu og staða hans sjálfs sé áþekk stöðu Hæstaréttardómara. Ríkissaksóknari sé skipaður ótímabundið og hann fari með ákæruvaldið, sem lögum samkvæmt er sjálfstætt. „Sem ráðherra virði ég það,“ segir Ögmundur. „Þessi aðskilnaður er mikilvægur því annars byðum við hættunni heim á að pólitískur ráðherra skipti sér af einstaka sakamálum eða þá að hann gæti skipt út ríkissaksóknara eða jafnvel dómurum eftir eigin hentisemi. Mikilvægt er að taka mið af þessu.

Ég tel hins vegar líka áríðandi að við í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu, ekki síst með vísan til þess síðarnefnda, skoðum í samvinnu við allt réttarvörslukerfið og fleiri sem að þessum málum koma hvort við getum á einhvern hátt brugðist við þeirri staðreynd að þolendur kynferðisbrota virðast veigra sér við að leita réttar síns. Ábyrgð á ofbeldi hvílir á herðum þess sem því beitir. Það þarf allt samfélagið að viðurkenna, þar með talið réttarvörslukerfið.“

En telur dómsmálaráðherra málið þannig vaxið að ríkissaksóknara beri að víkja vegna ummæla sinna?

„Ríkissaksóknari metur sjálfur hæfi sitt og vanhæfi,” segir Ögmundur. „Ég tel að ég og ríkissaksóknari höfum þegar átt gott samtal og ég bind vonir við að sú vinna sem við höfum ákveðið að hefja á vettvangi ráðuneytisins verði árangursrík.“ 

Pottur er brotinn 

Ögmundur segir að miðað við þær tölfræðilegu upplýsingar sem fyrir liggi  um fjölda þolenda kynferðisofbeldis sem aldrei leita til réttarkerfisins þá sé ljóst að pottur sé brotinn. „Sé ástæðanna að leita í skorti á trausti gagnvart kerfinu þá þurfum við að bæta úr því. Þess vegna vil ég kalla til lögreglu, ákæruvald, dómstóla, Stígamót, Neyðarmóttöku vegna nauðgana og fleiri  til að ræða saman og greina hvar megi úr bæta.  Ég hef trú á því að allt það fólk sem innan kerfisins starfar vilji gera sitt besta til að taka kynferðisbrotamál, hvort sem þau snúa að börnum eða fullorðnum, föstum tökum. Ég bind vonir við að með samráði megi koma upp með hugmyndir um nauðsynlegar úrbætur.“

Ögmundur segir eina hugmyndina þá að rannsaka meðferð kynferðisbrotamála frá því að þau rata inn á borð lögreglu eða t.d. Neyðarmóttöku vegna nauðgana og þar til dæmt er eða viðkomandi mál fellt niður einhvers staðar í ferlinu.

„Tölfræðilegar upplýsingar liggja þegar fyrir og ítarlegar kannanir hafa verið gerðar erlendis, til dæmis nýlega í Svíþjóð. Þetta er ein af hugmyndunum sem við tökum með okkur inn í vinnuna,” segir Ögmundur.
Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari sagði m.a. í DV um nauðganir: „Er ...
Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari sagði m.a. í DV um nauðganir: „Er mælikvarðinn endilega sá að hún sé ekki virk í rúminu með honum, taki ekki þátt?“ mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Lok, lok og læs í Heiðmörk

19:45 Sett hafa verið upp skilti á jörð Elliðavatns í Heiðmörk þar sem hjólreiðar eru bannaðar á gamla göngustígnum sem þar er staðsettur. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur fengið margar athugasemdir frá hjólreiðafólki vegna ákvörðunarinnar. Meira »

Gefur vökudeild kolkrabba

19:20 Fyrirburar sem fá prjónaðan eða heklaðan kolkrabba í hitakassann braggast fyrr. Þetta segir Marella Steinarsdóttir sem undanfarna mánuði hefur safnað hekluðum og prjónuðum kolkröbbum fyrir vökudeild Barnaspítalans. Meira »

Blöskraði leyndarhjúpurinn

19:15 „Ég fékk fjölda spurninga frá almenningi og aðstandendum,“ segir Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þingmaður Pírata í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd. Hún óskaði í síðasta mánuði eftir spurningum frá almenningi er varða uppreista æru Roberts Downeys og ætlar að bera þær upp á nefndarfundi. Meira »

Bregðast öðruvísi við þrýstingi?

19:01 Verjandi Thomasar Möller Olsen spurði lögreglumann, sem bar vitni fyrir dómi í dag, hvort einhver skoðun hefði farið fram hjá lögreglunni á því hvort menningarlegur munur gæti verið á Íslendingum og Grænlendingum hvað ýmsa þætti varðaði, sem þyrfti að hafa að leiðarljósi við yfirheyrslur í sakamálum. Meira »

Rafmagnslaust á Breiðdalsvík

18:35 Rafmagnslaust hefur verið á Breiðdalsvík og næstu bæjum frá því um klukkan hálfþrjú í dag og er bilun í jarðstreng talin vera orsökin. Meira »

„Það má ekki byrgja þetta inni“

18:30 „Ég veit ekki hvað ég hef gert fólki til að eiga þetta skilið,“ segir Sema Erla Serdar, formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Sema birti í gær nokkur ummæli sem fólk hefur látið falla í hennar garð í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Finnlandi og á Spáni. Meira »

Komið verði til móts við bændur

17:59 „Ég hef lagt mikla áherslu á, hvað varðar þennan skammtímavanda varðandi kjaraskerðingu, að fókusa á bændur. Ekki milliliðina sem slíka heldur hvernig raunverulega við getum komið til móts við bændur sjálfa,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Meira »

Nútímahippinn réttir hjálparhönd

18:20 Sverrir Björn Þráinsson er að eigin sögn eini starfandi grenningarráðgjafi Íslands. Hann hefur aðstoðað marga við að ná betri árangri í baráttunni við aukakílóin en sjálfur glímdi Sverrir við offitu á yngri árum. Fyrir þremur árum lagðist hann svo í flakk um Evrópu ásamt fjölskyldunni og búa þau nú á Spáni. Meira »

„Þetta er algjör viðbjóður“

17:51 „Þetta er algjör viðbjóður,“ segir Jóhannes Eggertsson, sem heldur úti Snapchat-aðganginum joalifið, en hann útbjó í gær aðgang að stefnumótavefnum Einkamál.is sem fjórtán ára gömul stúlka og fékk yfir 250 skilaboð frá körlum sem vildu komast í kynni við „stúlkuna“. Meira »

Missir félagslega íbúð vegna framkvæmda

17:36 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Félagsbústöðum hf. sé heimilt að bera mann út úr félagslegri íbúð í Reykjavík, þar sem rífa á húsið. Meira »

Búið að yfirheyra manninn

17:12 Búið er að yfirheyra ungan karlmann sem var handtekinn í gær í Leifsstöð eftir háskalega eftirför frá Reykjanesbraut að flugstöðinni. Þetta staðfestir lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Meira »

Af og frá að þrýstingi hafi verið beitt

17:12 Nikolaj Wilhelm Herluf Olsen var útilokaður sem sakborningur í máli þar sem Thomasi Möller Olsen er gefið að sök að hafa banað Birnu Brjánsdóttur 14. janúar síðastliðinn, meðal annars af því ekki fundust lífsýni úr Birnu á fötum hans, líkt og á fötum Thomasar. Meira »

Stöðva dreifingu mjólkur frá Viðvík

17:01 Matvælastofnun hefur stöðvað dreifingu mjólkur frá bænum Viðvík í Skagafirði. Í tilkynningu frá MAST segir að ástæða dreifingarbannsins, sem er tímabundið, sé sú að eftirlitsmanni Matvælastofnunar hafi verið meinaður aðgangur að eftirlitsstað. Meira »

Ungir Íslendingar fá viðurkenningu

16:14 Um hundrað tilnefningar bárust dómnefnd Framúrskarandi ungra Íslendinga verðlaunanna sem árlega eru veitt af JCI samtökunum á Íslandi. Verðlaunin eru hugsuð sem hvatningarverðlaun fyrir ungt fólk sem er að hafa jákvæð áhrif á samfélagið á einn eða annan hátt. Meira »

Fengu tilkynningu um vopnaburð við Tækniskólann

15:30 Lögregla fékk tilkynningu um að menn bæru vopn inn í húsnæði Tækniskólans við Háteigsveg, sem reyndist ekki vera rétt.  Meira »

Anna Elísabet lýðheilsusérfræðingur Kópavogs

16:55 Anna Elísabet Ólafsdóttir, doktor í lýðheilsufræðum, hefur verið ráðin sérfræðingur í lýðheilsumálum hjá Kópavogsbæ, en um er að ræða nýja stöðu hjá bænum. Anna Elísabet hefur undanfarin fjögur ár starfað sem aðstoðarrektor og sviðsstjóri þróunar- og alþjóðasviðs Háskólans á Bifröst. Meira »

Sögðu lögregluna hafa öskrað á sig

16:02 „Lögreglan kom mjög illa fram við mig og ég var mjög stressaður,“ sagði Thomas Møller Olsen í Héraðsdómi Reykjaness í dag þar sem aðalmeðferð fer fram í sakamáli gegn honum vegna ákæru um að hann hafi ráðið Birnu Brjánsdóttur bana um miðjan janúar á þessu ári. Meira »

Fara yfir öryggi og aðgengi við Leifsstöð

15:20 Starfshópur sem fjallar um öryggis- og aðgengismál við Flugstöð Leifs Eiríkssonar kom til fundar í dag en starfshópnum var komið á laggirnar í kjölfar atviksins í gær þegar ökumaður keyrði í gegnum aðgangshlið og að flugstöðinni þar sem hann klessti bílinn. Mikið mildi var að enginn skyldi slasast. Meira »
Egat Luxe - Ferðanuddstóll á 39.000 Tilvalið í vinnustaðanudd, Borgar stólinn upp á 1 degi
Egat Luxe - Ferðanuddstóll til söluwww.egat.is simi 8626194 egat@egat.is (sv...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Hringstigar 120, 140 og 160 cm þvermá...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Útihurðir
Nr 1. lengd 195.5cm x breidd 69cm x Tvöfalt gler. Án karms, vinstri opnun, litur...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...