Úrræði mögulega ekki kynnt nægjanlega vel

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er alveg ljóst að þau úrræði sem voru sett fram [vegna greiðsluerfiðleika einstaklinga] þau hafa ekki verið nýtt. Kannski af því að fólk hefur ekki leitað eftir þeim eða við höfum ekki kynnt þau nægjanlega,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi.

„En það er verið að vinna úr þessum málum með bráðaaðgerðum ýmiskonar sem er verið að vinna með, sem ég vona að sjái dagsins ljós á næstu dögum,“ segir Jóhanna, sem svaraði spurningu sem Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins beindi til ráðherra.

Þrjú mál muni vonandi koma fram í þinginu í þessari viku og síðan eitt af öðru.

„Í morgun lagði félagsmálaráðherra fram frumvarp sem setur fólk í skjól um leið og það setur fram sína umsókn hjá Umboðsmanni skuldara, en ekki eftir að umsóknin hefur verið samþykkt sem mun breyta verulegu. Þannig að það er ekki hægt að ganga að fólki eða krefja það um greiðslur á meðan það er í þessari skoðun,“ segir Jóhanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert