Síldin kemur á óvart

Síldarævintýri í október.
Síldarævintýri í október. mynd/Albert Kemp

Síldveiðin var góð í vikunni og hefur gengið hratt á síldarkvóta skipa HB Granda. Þetta kemur fram á vefsíðu félagsins.

Að sögn Guðlaugs Jónssonar, skipstjóra á Ingunni, sem kom til hafnar með rúmlega 1.000 tonna afla sl. þriðjudag var mikið af síld á veiðisvæðinu.
,,Það er mikil ferð á síldinni og hún gengur hratt austur og inn í færeysku lögsöguna. Við vorum að veiðum með Faxa framan af veiðiferðinni en síðan vorum við einir að veiðum og fengum góðan afla. Við eltum síldina frá Reyðarfjarðardjúpinu og út yfir miðlínuna á milli Íslands og Færeyja.“

Það kemur mönnum nokkuð á óvart hve síldin gengur seint að þessu sinni út úr íslensku lögsögunni en í fyrra lauk síldveiðum skipa HB Granda í lögsögunni í lok septembermánaðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert