Bankarnir taki á sig sökina

Mótmæli á Austurvelli vegna Icesave-samkomulagsins.
Mótmæli á Austurvelli vegna Icesave-samkomulagsins. Kristinn Ingvarsson

Norski vefmiðillinn ABC Nyheter birti í gær viðtal við Eirík S.Svavarsson, einn af talsmönnum Indefence hópsins og Lilju Mósesdóttur, þingmann Vinstri grænna, en þar ræða þau m.a. það ástand sem nú ríkir í íslensku þjóðfélagi og aðgerðarleysi stjórnvalda.

„Sama stjórn situr enn við völd sex mánuðum eftir að Íslendingar greiddu atkvæði gegn tillögu ríkisstjórnarinnar um að undirrita Icesave-samninginn. Þrátt fyrir þá staðreynd að við búum í lýðræðislegu ríki, þá er hún enn við völd. Ef ég væri ráðherra í ríkisstjórninni þá hefði ég kosið að yfirgefa starf mitt. En það hefur ekki gerst,“segir Eiríkur m.a. í viðtalinu.

Þá segist Lilja ekki skilja af hverju þjóðin mótmæli ekki fyrir utan Landsbankann í stað þess að safnast saman fyrir utan Alþingishúsið. Hún segir íslensku bankanna verða að taka á sig sökina fyrir þá óreiðu sem þjóðin sitji nú í.

Viðtalið í heild sinni

Eiríkur í viðtali við erlenda fjölmiðla.
Eiríkur í viðtali við erlenda fjölmiðla. Kristinn Ingvarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert