Lagði íbúð í rúst

Akraneshöfn.
Akraneshöfn.

Kona gekk berserksgang í heimahúsi á Akranesi aðfararnótt laugardags.  Að sögn lögreglu var konan gestkomandi á staðnum þegar á hana rann æði.

Lögreglan segir, að þegar lögreglumenn bar að garði hafði konunni runnið mesti móðurinn og hún falið sig undir rúmi.  Hvorki konan eða húsráðandi kunnu á þessu skýringar.  Hann hafði læst sig inni á baðherbergi á meðan lætin stóðu yfir. 

Íbúðin var illa útleikin eða eins og segir í lögregluskýrslu um málið: „Íbúðin var gjörsamlega í rúst“. Lögreglan segir, að það hafi þó ekki breytt því, að húsráðandi bauð konuna velkomna til baka að morgni eftir að hún hafði sofið úr sér í fangageymslu.  Ekki sé búist við því að hann hafi uppi kröfur vegna tjónsins.

Stal lambalærum

Þá var farið inn í ólæstan bílskúr á Akranesi í síðustu viku og þaðan stolið nokkrum lambalærum ásamt einhverjum munum. 

Lögreglumenn renndi strax í grun hver þarna hafði verið á ferð og tók hús á viðkomandi. Lærin og annað, sem tekið var í skúrnum, endurheimtist.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert