Bauð upp 44 íbúðir við Vindakór á 40 mínútum

Frá uppboðinu í Vindakór.
Frá uppboðinu í Vindakór. mbl.is/Árni Sæberg

Íbúðalánasjóður leysti í gær til sín 44 íbúðir í tveimur blokkum í Vindakór í Kópavogi þegar þær voru boðnar upp af fulltrúa sýslumannsins í Kópavogi.

Uppboðið var stutt og snarpt enda bauð enginn á móti sjóðnum í íbúðirnar, að því er fram kemur í umfjöllun um nauðungarsölunnar í Morgunblaðinu í dag.

Uppboðið stóð aðeins í um 40 mínútur og var því ein íbúð slegin á hverri mínútu. Hver og ein íbúð var slegin á þrjár milljónir króna en kröfur sjóðsins í blokkina voru um einn milljarður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert