Eldsneytisverð hækkar

Eldsneytisverð hefur hækkað um 2-3 krónur lítrinn hjá stóru olíufélögunum þremur í gær og dag. Hvorki Atlantsolía né Orkan hafa hækkað verðið enn.

Skeljungur hækkaði verðið í gær um 3 krónur lítrann af bensíni og 2 krónur lítrann af dísilolíu. Kostar bensínlítrinn nú 197,90 krónur í sjálfsafgreiðslu og dísilolíulítrinn 197,70 krónur.

Bæði N1 og  Olís hafa einnig hækkað eldsneytisverð um 2-3 krónur. Hjá Olís og N1 kostar bæði bensín og dísilolía 196,60 krónur lítrinn. 

Eldsneytið er ódýrast hjá Orkunni, 193,30 krónur bensínlítri og 194,30 olíulítrinn. Hjá Atlantsolíu er eldsneytið 0,10 krónum dýrara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert