„Þreytt á þessari leiksýningu“

Tunnusláttur við Landsbankann.
Tunnusláttur við Landsbankann. mbl.is/Ómar

Hávær tunnusláttur var í miðborg Reykjavíkur í gær, en hópur mótmælenda safnaðist saman fyrir utan Landsbankann, á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis.

Á Facebook-síðu atburðarins segir meðal annars: „Við erum orðin þreytt á þessari leiksýningu og höfum ákveðið að snúa mótmælunum gegn bönkunum að þessu sinni. Við mótmælum því að bankarnir, sem steyptu efnahag landsins á hausinn, kostuðu þingmenn, afskrifuðu skuldir vildarvina en sækja fram af fullri hörku gegn þeim sem ráða ekki við að standa í skilum sökum forsendubrests, skuli dirfast að standa í vegi fyrir því að kjör almennings í landinu verði leiðrétt.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert