Hvít jörð á Akureyri og víða hálka

Þessi strákar, sem voru á leið í skólann um áttaleytið, …
Þessi strákar, sem voru á leið í skólann um áttaleytið, voru ánægðir með snjóinn. mbl.is/Skapti

Akureyringar vöknuðu upp við hvíta jörð í morgun eftir snjókomu næturinnar. Að sögn lögreglunnar á Akureyri var ekki svo mikil úrkoma að allt sé á kafi en þó nóg til þess að snjó festi og skafa þurfi af bílum. Talsverð hálka er á götum bæjarins, enda -2° frost og enn lítils háttar snjókoma. 

Í dag mega Norðlendingar búast við norðvestan 13-18 m/s og éli fram efri degi samkvæmt Veðurstofunni, en annars hægari norðlæg átt og skýjað með köflum og dregur úr élum síðdegs. Aftur verða él NA-lands á morgun, en annars úrkomulítið. Hiti 0 til 5 stig að deginum. Að  sögn Vegagerðarinnar er víða vetrarfærð á Norðurlandi og ofankoma við Eyjafjörð og austan af honum. Þungfært er á Dettifossvegi og Hólasandi. Hálkublettir eru á Holtavörðuheiði og í Miðdölum.

Á Suðurlandi er enn snjólaust en þó eru hálkublettir á nokkrum vegaköflum, þar á meðal á Nesjavallaleið.  Á Austurlandi er hálka eða hálkublettir á velflestum fjallvegum. Verið er að hreinsa veginn um Möðrudalsöræfi en Hellisheiði eystri er ófær.

Skafa þurfti af bílum á Akureyri í morgun.
Skafa þurfti af bílum á Akureyri í morgun. mbl.is/Skapti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert