Gylfi endurkjörinn

Gylfi Arnbjörnsson fagnar sigri í forsetakjöri á þingi ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson fagnar sigri í forsetakjöri á þingi ASÍ. mbl.is/Kristinn

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ var endurkjörinn á ársfundi sambandsins. Gylfi fékk 183 atkvæði eða 72,9% og Guðrún J. Ólafsdóttir fékk 64 atkvæði eða 27,1%.

Gylfi þakkaði fyrir stuðninginn. „Þetta skiptir mig máli í þeirri orrahríð sem hefur verið að undanförnu. Þó skrápurinn sé þykkur þá er engin launung á því að þetta getur meitt þó að blæði ekki. Þess vegna er það mér ákaflega mikilvægt að finna fyrir ykkar stuðningi,“ sagði Gylfi þegar úrslitin lágu fyrir.

Guðrún er félagi í VR og hefur ekki áður sótt eftir forystustarfi innan ASÍ.

Eftir hádegið hefst kosning um varaforseta ASÍ. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir sækist ekki eftir endurkjöri

Guðrún J. Ólafsdóttir.
Guðrún J. Ólafsdóttir. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert