Mikið fjallað um íslenska drenginn

Jóhann Árnason og Dagbjört Þóra Tryggvadóttir.
Jóhann Árnason og Dagbjört Þóra Tryggvadóttir.

Tyrkneskir fjölmiðlar hafa fjallað talsvert um hálfs árs gamlan íslenskan dreng, sem komst lífs af úr bílslysi við borgina Mugla á miðvikudag en foreldrar drengsins létu báðir lífið. Ættingjar drengsins komu til Tyrklands í gærkvöldi til að sækja drenginn og flytja hann til Íslands.

Drengurinn, sem heitir Daníel Ernir, var fluttur á sjúkrahús í Mugla eftir slysið.  Blaðið Hürryiet hefur eftir yfirlækni á sjúkrahúsinu að drengurinn sé við góða heilsu og hafi verið mikill gleðigjafi á sjúkrahúsinu meðan hann dvaldi þar.    

Foreldrar drengsins hétu Jóhann Árnason og Dagbjört Þóra Tryggvadóttir. Jóhann var 25 ára gamall en Dagbjört Þóra 34 ára. Þau voru búsett í Árósum í Danmörku en voru á ferðalagi um Tyrkland þegar slysið varð.

Frétt Hürriyet

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert