Naglar óþarfir í borginni

Í dag var sett upp skilti á Miklubraut til að minna ökumenn á að nagladekk valda fremur svifryksmengun en önnur dekk. Skiltið virðist vera tómt, en mynd af mannslungum mun koma í ljós, þegar rykið sest á það.

Einnig eru á skiltinu tvær fullyrðingar;  „Svifryk sest í lungun"og „Nagladekk eru óþörf í Reykjavík". Skiltið er hannað af Rósu Hrund Kristjánsdóttur grafískum hönnuði.

Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg  segir að borgin muni á næstu dögum minna ökumenn á að varkárni á götum borgarinnar er meginaðferðin við keyrslu í borginni ásamt góðum naglalausum vetrardekkjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert