Ráðherrar sendir á námskeið

JRíkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu forsætisráðherra um að fela Stjórnsýsluskóla Stjórnarráðsins að skipuleggja fræðslu fyrir ráðherra og aðstoðarmenn þeirra um stjórnsýslu- og upplýsingarétt ásamt fræðslu um jafnréttismál og siðareglur.

Jafnframt verður farið yfir lagareglur sem um ráðherrastarfið gilda og yfir starfshætti ríkisstjórnar í alþjóðlegum samanburði.

Þetta er annað verkefni Stjórnsýsluskólans sem nýlega var komið á fót en fyrsta verkefnið var fræðsla til starfsmanna Stjórnarráðsins en það sóttu um 50 starfsmenn úr 10 ráðuneytum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert