Skjálftahrina við Eldeyjarboða

Kort af vef Veðurstofunnar sem sýnir skjálftana á Reykjaneshrygg.
Kort af vef Veðurstofunnar sem sýnir skjálftana á Reykjaneshrygg.

Jarðskjálftahrina hófst í kvöld suðvestur af Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg. Stærsti skjálftinn mældist 3,7 stig, laust eftir klukkan 22 samkvæmt sjálfvirkum skjálftalista á vef Veðurstofunnar en nokkrir skjálftar í kringum 3 stig hafa orðið á þessum slóðum í kvöld. 

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er ekki talið að neitt óvenjulegt sé á ferð en skjálftavirkni er algeng á þessum slóðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert