Vegið að rótum trúarinnar

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands.
Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands. mbl.is/Kristinn

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, segir tillögu mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar vega að rótum trúar, siðar og hefðar. Hann gerði samþykktina að umræðuefni sínu í predikun hátíðarmessunnar í Hallgrímskirkju í dag.

Tillaga mannréttindaráðs kveður á um að starfsmenn kirkjunnar fái ekki lengur að heimsækja skóla, kirkjuferðir verði bannaðar ásamt sálmasöng og listsköpun í trúarlegum tilgangi.

„Kerfisbundið virðist vera unnið að því að fela þá staðreynd og víða ráða för skefjalausir fordómar og andúð á trú, sér í lagi kristni og þjóðkirkju. Trúfrelsi er skilgreint sem útilokun trúar frá hinu opinbera rými, uppeldi og kennslu. Sem mun þó einungis stuðla að fáfræði, fordómum og andlegri örbirgð,“ sagði Karl.

„Þetta má sannarlega sjá í nýlegri samþykkt mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar sem krefst þess að lokað verði á aðkomu kirkjunnar að skólunum, kirkjuferðir verði bannaðar. Sálmasöngur og listsköpun í trúarlegum tilgangi sömuleiðis. Ættarmótið leynir sér ekki.“

Karl vakti einnig athygli á því að samkvæmt bókun mannréttindaráðsins verði Gídeonfélaginu bannað að afhenda skólabörnum Nýja testamentið að gjöf en Gídeonfélagið hefur gefið skólabörnum ritið í tæp sextíu ár.

„Mannréttindaráð vill í nafni mannréttinda banna það að Gídeonfélagið megi afhenda grunnskólabörnum Nýja testamentið að gjöf. Á vettvangi skólans skal börnunum meinað að kynnast því riti sem er lykillinn að skilningi á listum og bókmenntum heimsins, kristinni trú og sið Íslendinga. Sem grunnskólinn á reyndar að lögum að byggja á og fræða um. Nú þykir brýnt að halda þeirri bók fjarri skólabörnum og leggja það rit að jöfnu við auglýsingabæklinga. “

„Eins skal í nafni mannréttinda ekki lengur kalla til presta og djákna þegar áföll verða heldur svonefnda „fagaðila.“ Með þessu er gert lítið úr menntun og reynslu kirkjunnar þjóna hvað varðar sálgæslu og samfylgd við syrgjendur sem flestir Íslendingar kjósa reyndar að þiggja. Þetta er illa dulbúin atlaga að faglegum heiðri presta og djákna og útilokun þeirra frá því að sinna starfi sínu. Allt ber þetta að sama brunni,“ sagði Karl en hann telur að með þessu sé vegið að rótum trúar, siðar og hefðar.

„Það hefur verið gott að sjá að fjölmargir foreldrar og skólmenn hafa andmælt þessum hugmyndum. Guði sé lof fyrir það fólk sem heldur vöku sinni. Það er vegið að rótum trúar, siðar og hefðar. Við þurfum síst á því að halda á háskatímum,“ sagði Karl sem kvað kirkjuna hafa átt farsælt samstarf við skóla.

„Þjóðkirkjan virðir skólann og forsendur hans og hefur átt gott samstarf við skólann um kristna fræðslu, sálgæslu, forvarnir og lífsleikni. Samstarf kirkju og skóla er mikilvægt í grenndarsamfélaginu því báðar þessar stofnanir vilja hag barna og unglinga sem bestan og vilja leggja grunn að hinu góða samfélagi, hinu góða lífi. Á grundvelli hollra gilda.“

mbl.is

Innlent »

Atvinnuleysi á öðrum ársfjórðungi 3,4%

09:30 Atvinnuleysi á öðrum ársfjórðungi þessa árs mældist 3,4% og voru að jafnaði 202.500 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði. Af þeim voru 195.600 starfandi og 7.000 án vinnu og í atvinnuleit að því er fram kemur í frétt á vef Hagstofunnar og mældist atvinnuþátttaka 84,4%. Meira »

„Hvenær get ég farið í fóst­ur­eyðingu?“

08:50 „Það er mjög erfitt að skikka konu til að ganga með barn, hvort sem það er af félagslegum ástæðum eða öðrum. Ef maður er virkilega fylgjandi því að konur hafi þetta val, þá er mjög erfitt að segja að eitt sé í lagi en ekki annað. En þessi ákvörðun er fólki ekki léttvæg. Meira »

Dagvaran út úr veltuvísitölunni

08:42 Rannsóknasetur verslunarinnar hefur nú hætt birtingu veltuvísitölu dagvöruverslana og nokkurra annarra flokka smásölu. Ástæðan er sú að aðilar með mikla markaðshlutdeild á smásölumarkaði hafa ákveðið að hætta miðlun á veltutölum sínum. Meira »

Símakerfi heilsugæslunnar niðri

08:40 Símakerfi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins liggur niðri þessa stundina og er unnið að viðgerð. Er fólki bent í millitíðinni á að mæta á heilsugæslustöðvarnar, senda tölvupóst eða nota vefinn Heilsuvera.is. Meira »

Danskir dagar í Hólminum

08:18 „Það er alltaf heilmikill spenningur í kringum Dönsku dagana, hátíðin hefur verið að færast frá því að vera útihátíð í að vera meiri fjölskylduhátíð. Dönsku tengslin hafa ekki slitnað, en Hólmurinn á t.d. danskan vinabæ, Kolding. Við vonum að veðrið verði gott og að sem flestir kíki við.“ Meira »

Heyskapurinn gengið ágætlega

07:57 Sláttur hefur gengið með ágætum víðast hvar á landinu. Mikil uppskera var í fyrsta slætti sumarsins en víða er minna eftir annan slátt. Útflutningur á heyi verður í svipuðu magni og síðustu ár, mestur til Færeyja. Meira »

Strekkings norðanátt fram að helgi

07:29 Það er strekkings norðanátt með rigningu í kortunum í dag og á morgun samkvæmt spá Veðurstofunnar, sem segir þó yfirleitt vera bjartara veðurútlit syðra. Öllu hvassara verður suðaustanlands síðdegis og varar vakthafandi veðurfræðingur við að vindhraði geti orðið meiri en 25 m/s í hviðum við fjöll. Meira »

Skráningar að nálgast 12.000

07:37 Um 11.800 manns hafa skráð sig í Reykjavíkurmaraþonið, sem fram fer á laugardaginn.   Meira »

FISK í milljarða fjárfestingar

05:30 Nýtt skip útgerðarfyrirtækisins FISK Seafood á Sauðárkróki, Drangey SK-2, siglir nú til heimahafnar frá Tyrklandi, þar sem það var smíðað í Cemre. Sérstök móttökuathöfn verður á Sauðárkrókshöfn á laugardaginn. Meira »

Býst við átökum um fiskeldismál

05:30 Margs konar sjónarmið eru innan stjórnmálaflokkanna um fiskeldi og fara ekki endilega eftir flokkslínum.  Meira »

Afleysingaskip ekki í sjónmáli

05:30 Óvissa ríkir um samgöngur milli lands og Eyja þegar Herjólfur fer í slipp í næsta mánuði, sem er í annað sinn á fimm mánuðum. Meira »

Ágúst er enn án 20 stiga

05:30 Ágústmánuður er nú hálfnaður og hefur hann verið fremur svalur miðað við það sem algengast hefur verið á öldinni. Þetta segir Trausti Jónsson veðurfræðingur. Meira »

Hitafundur um skipulagsbreytingu

05:30 Þó nokkur hiti var í fólki á opnum fundi í Borgartúni 14 í gær þar sem kynntar voru breytingar á deiliskipulagi Borgartúns 24, segir íbúi í Túnahverfinu sem mætti til fundarins. Um 50 manns mættu en íbúar höfðu orð á því að fleiri hefðu mætt ef fundurinn hefði verið auglýstur með meiri fyrirvara. Meira »

Veiking krónu ekki komin fram í neyslu

05:30 Kortavelta á hvern ferðamann dróst saman milli mánaða í júní og júlí þótt gengi krónu gæfi eftir. Yngvi Harðarson, framkvæmdastjóri Analytica, segir veikara gengi geta birst í neyslu í haust. Meira »

Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig vind

Í gær, 23:14 Spáð er norðan- eða norðvestan strekkingi eða allhvössum vindi á Suðausturlandi síðdegis á morgun og fram undir hádegi á föstudaginn. Vindur geti náð meiru en 25 metrum á sekúndu í hviðum við fjöll sem sé varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Meira »

Algert hrun í bóksölu

05:30 „Þegar næstum þriðjungur veltu hverfur úr atvinnugrein getur vart verið um annað en hrun að ræða. Staðan er nú sem og undanfarin ár ákaflega snúin og ljóst að bregðast þarf við ef ekki á illa að fara,“ segir Egill Örn Jóhannsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Meira »

Hafa lagt milljarða í United

05:30 Festa lífeyrissjóður, Frjálsi lífeyrissjóðurinn og Eftirlaunasjóður félags íslenskra atvinnuflugmanna (EFÍA) hafa fjárfest fyrir samtals 2.166 milljónir í United Silicon. Meira »

Heimir fer 10 km í hjólastól

Í gær, 23:13 Nokkrir öflugir Eyjamenn, þar á meðal Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, ætla að taka þátt í áheitasöfnun Gunnars Karls Haraldssonar sem heitir á Reykjadal annað árið í röð. Þeir munu allir taka þátt í 10 km hlaupinu í hjólastól. Gunnar Karl kíkti í Magasínið og fór yfir forsöguna. Meira »
Heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
Hyundai Getz 2008
Til sölu Hyundai Getz, 2008 árgerð. Ekinn 136.000 km. 5 dyra, beinskiptur. Skoða...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
GLERFILMUR
Glerfilmur, gluggafilmur, sand& sólarfilma. Merkismenn, sími 544- 2030 www.merk...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...