Sigldi ekki vegna kvennafrís

Farþegar ganga um borð í Herjólf.
Farþegar ganga um borð í Herjólf. mbl.is/Sigurður Bogi

Ástæða þess að síðari ferð Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs féll niður í dag var ekki vont veður, þótt hvasst sé á Suðurlandi, heldur sú að þernur um borð gengu í land til að taka þátt í kvennafrídeginum. Þetta kemur fram á vef Eyjafrétta. 

Í tilkynningu frá Eimskip, sem rekur ferjuna, sagði að ferðin félli niður vegna veðurs. Eyjafréttir segja að einhver misskilningur virðist hafa orðið hjá félaginu.

Engin samkoma er í Eyjum í dag vegna kvennafrídagsins, eins og var fyrir fimm árum síðan en engu að síður var skorað á konur að leggja niður störf klukkan 14:25 í dag um allt land.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert