Fjörugur umræður í Salnum

Ögmundur var hálf einmanna við háborðið.
Ögmundur var hálf einmanna við háborðið. mbl.is/Golli

„Þetta hefur gengið mjög vel, en því miður sá ekki nema einn ráðherra sér fært að mæta, Ögmundur Jónasson,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, hjá Bót, aðgerðahópi um bætt samfélag, um opinn borgarafund í kvöld.

Hann sagði fundinn vel sóttan og miklar og fjörugar umræður hefðu verið og stæðu enn. „Það er ekki mikið af stjórnmálamönnum hér, bara Ögmundur og Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri hér í Kópavogi eru mætt á háborðið. Ólafur Ragnar Grímsson mætti hér og fékk góðar móttökur,“ sagði Guðmundur Ingi.

„Forkólfar atvinnulífsins eru hérna, bæði Gylfi og Vilhjálmur Egilsson og hafa þeir og stjórnmálamennirnir talsvert verið spurðir út í hverju það sæti að fólk hér á landi þurfi að fara í röð til að fá gefins mat hjá hjálparstofnunum. Eins vill fólk fá að vita hvernig stendur á því að lágmarksframfærslan skuli ekki vera reiknuð út. Einnig hefur mikið verið talað um lífeyrissjóðina og lífeyrissjóðsgreiðslur,“ sagði Guðmundur Ingi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert