500 bílar á dag um Héðinsfjörðinn

Héðinsfjarðargöng.
Héðinsfjarðargöng. mbl.is/Sigurður Ægisson

Dagana 14.-18. október fóru að meðaltali um 500 bílar á sólarhring um Héðinsfjarðargöng eða frá 381 og upp í 635. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Vegagerðarinnar.

Þykir þetta óvenjulegt miðað við árstíma. Vígsluhelgin er ekki inni í þessum tölum. Búast má við að sumarumferðin verði enn meiri.

Þegar rætt var upphaflega um að ráðast í gerð ganganna var gert ráð fyrir að framkvæmdin yrði arðbær miðað við 350 bíla meðalumferð á sólarhring allt árið, en margir töldu að umferðin yrði mun minni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert