Rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun

mbl.is/Ómar

Rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun, 29. október, og stendur það til 5. desember nk. Veiðar eru heimilar föstudaga, laugardaga og sunnudaga á tímabilinu. Umhverfisstofnun bendir á að sölubann gildi áfram á rjúpu og öllum rjúpnaafurðum.

Á vef stofnunarinnar segir að áfram sé friðað fyrir veiði á ákveðnu svæði á Suðvesturlandi.

Þá eru rjúpnaskyttur sem fyrr hvattar til að stunda hófsamar og ábyrgar veiðar. Virkt eftirlit verði með veiðunum á landi og úr lofti.

Veiðimenn eru jafnframt hvattir til að ganga vel um náttúruna og kynna sér hvar þeir mega veiða.

Nánar á vef Umhverfisstofnunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert