Ísland nýtur trausts á jarðhitasviðinu

Ný skoðanakönnun sem Capacent framkvæmdi í 35 löndum að frumkvæði Íslandsbanka sýnir að Ísland nýtur mikillar virðingar og trausts þegar kemur að jarðhitanýtingu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íslandsbanka.

Könnunin var gerð dagana 22. september til 4. október og voru áskrifendur vefsíðunnar ThinkGeoEnergy.com, sem er alþjóðleg vefsíða fyrir fagfólk um jarðhitamál, og viðskiptavinum Íslandsbanka á jarðhitasviði víða um heim, úrtakið. 

Alls voru 935 í úrtakinu. Svarhlutfall var 27,9% sem þykir ásættanlegt og vel marktækt þegar kemur að könnunum á sérhæfðum mörkuðum að sögn sérfræðinga Capacent sem unnu könnunina, samkvæmt fréttatilkynningu. 

Spurt var; „Hvaða land kemur fyrst upp í hugann þegar þú hugsar um jarðhitaorku?“

Ísland  53,3%, Bandaríkin 25,2%, Indónesía 5,4%, Nýja Sjáland  5,0%,
Ítalía 4,1% og önnur lönd 7,0%

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert