Nafnalisti frambjóðenda birtur

Alþingi samþykkti í vor lög um stjórnlagaþing.
Alþingi samþykkti í vor lög um stjórnlagaþing. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Landskjörstjórn hefur birt nöfn þeirra sem bjóða sig fram til stjórnlagaþings, en kosning til þingsins fer fram 27. nóvember. 523 eru í kjöri, 159 konur og 364 karlar.

Í samræmi við fyrirmæli 6. og 7. mgr. 8. gr. laga um stjórnlagaþing hefur frambjóðendum verið raðað í starfrófsröð, en fyrsta nafn í röðinni var valið að handahófi í viðurvist sýslumannsins í Reykjavík. Enn fremur var frambjóðendum úthlutað auðkennistölu í viðurvist sýslumanns í Reykjavík, sem kjósendur færa á kjörseðil í kosningum til stjórnlagaþings laugardaginn 27. nóvember nk. Á listanum koma fram upplýsingar um nöfn frambjóðenda og auðkennistölu, svo og starfsheiti þeirra og sveitarfélag þar sem þeir eru búsettir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert