5-600 tonn af hvalkjöti til Japan

Hvalur skorinn í Hvalfirði.
Hvalur skorinn í Hvalfirði. mbl.is/Ómar

Hvalur hf. hefur flutt 5-600 tonn af hvalkjöti til Japans á þessu ári, að sögn japönsku fréttastofunnar Kyodo. Samkvæmt upplýsingum frá japanska fjármálaráðuneytinu hafa 164,1 tonn af langreyðakjöti verið afgreidd úr tolli inn í landið en afgangurinn er enn í tollameðferð. 

Kyodo segir, að um 4 þúsund tonn af hvalkjöti, aðallega hrefnu, séu sett árlega þar á markað en framboðið sé meira en eftirspurn. Ljóst sé að langreyðakjötið muni hafa áhrif á verð á hvalkjöti.

Haft er eftir Kristjáni Loftssyni, forstjóra Hvals hf., að markmiðið sé ekki að ýta hrefnukjöti út af markaði í Japan heldur geti þessi innflutningur haft góð áhrif. 

Hvalur hf. flutti 66,6 tonn af langreyðakjöti til Japans í tilraunaskyni árið 2008 og var það í fyrsta skipti í 17 ár sem hvalkjöt var sent til Japans.  Skip félagsins veiddu 148 langreyðar á þessu ári.  Ráða má af vef Hagstofunnar, að útflutningsverðmæti hvalkjötsins, sem sent var til Japans á þessu ári, nemi um 1,1 milljarði króna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert