Telja niðurstöður gagnast

Þjóðfundur.
Þjóðfundur. mbl.is/ Kristinn

Mikill meirihluti þátttakenda á þjóðfundi um stjórnarskrá Íslands, sem fram fór í gær, telur að niðurstöður fundarins muni gagnast stjórnlagaþingi. Tæplega þúsund manns tóku þátt í fundinum í gær, og sameinuðust um þau gildi sem mikilvægt sé að hafa í huga við endurskoðun stjórnarskrár.

Auk þeirra sem voru eiginlegir þátttakendur á fundinum kom um 200 manna starfslið að honum.

Í lok fundarins voru þátttakendur beðnir um að gefa álit sitt á framkvæmd og mögulegum áhrifum fundarins. 93% sögðust telja að niðurstöðurnar myndu gagnast stjórnlagaþingi við vinnu að nýrri stjórnarskrá. Form fundarins þóttu 97% gesta gott, 95% þótti fundurinn ganga vel og 75% töldu framkvæmdin til fyrirmyndar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert