Geimvera í íslenskum stjórnmálum

Jón Gnarr, borgarstjóri.
Jón Gnarr, borgarstjóri. mbl.is/Golli

„Ég er geimvera í íslenskum stjórnmálum sem enginn veit almennilega hvernig hann á að takast á við. Síðan er spurningin: Er einhver Arnold Schwarzenegger þarna úti?; og ég held ekki," sagði Jón Gnarr, borgarstjóri, í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld. Hann sagði m.a. að til greina komi að loka skíðasvæðinu í Bláfjöllum í sparnaðarskyni.

Jón sagðist vissulega fyrir kosningar ekki hafa viljað hækka útsvar og hann hefði ekki gert sér grein fyrir því hve staða Orkuveitunnar var slæm.  Nú lægi fyrir, að loka þyrfti 4,5 milljarða króna gati í fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir næsta ár og verið væri að leita allra leiða til þess í náinni samvinnu við starfsfólk borgarinnar.

„Við höfum það að leiðarljósi að standa vörð um þjónustu við þá sem minnst mega sín og reyna að leita leiða í hagræðingu og  finna það sem gæti flokkast sem einhverskonar lúxus og skera þar niður," sagði Jón.

Hann sagði að Reykjavík væri með fullbúið skíðasvæði í Bláfjöllum en það eina sem vantaði væri snjór.  „Hvernig væri til dæmis að loka Bláfjöllum í tvö ár? Þar myndu sparast 87 milljónir," sagði Jón.

Um Orkuveituna sagði Jón að nauðsynlegt hefði verið að hækka gjaldskrá og segja upp starfsfólki.  

Ekki vanhæfur heldur mikilhæfur

Brynja Þorgeirsdóttir, fréttamaður Kastljóss, sagði við Jón að talað hefði verið um að hann væri vanhæfur til að gegna starfi borgarbúa og ekki með á nótunum um málefni borgarinnar. Jón sagði að það tal væri súrrealískt; hann væri frekar mikilhæfur. 

„Ég stofnaði stjórnmálaflokk fyrir nokkrum mánuðum sem hefur gersamlega snúið öllu á annan endann, að minnsta kosti í borginni," sagði Jón.  Hann sagði að ef hann væri vanhæfur væri allt þetta flinka og reynslumikla stjórnmálafólk búið að sópa sér út af borðinu.

„En það getur að ekki.  Það veit ekki hvað það á að gera við mig. Það situr á fundum og ræðir hvernig það eigi að díla við mig. Okkar þekktustu stjórnmálamenn eru að skrifa leiðara um mig," sagði Jón.

Hann sagðist vilja breyta stjórnmálum á Íslandi og þeirri hörku og klækjataktík sem þar væri beitt. „En þú beitir henni samt með því að ganga út af fundum, með því að gera grín að klæðaburði þess, tala um hve fólk er leiðinlegt," sagði Brynja Þorgeirsdóttir. „Hefur þú mætt á svona fundi?" spurði Jón á móti.  „Það er hægt að gera fundina skemmtilegri. Það þarf ekki að vera harkalegur og dónalegur til að halda fundi með fólki.

Nýi og Gamli Sjálfstæðisflokkurinn

Jón sagðist aðspurður telja að honum hefði tekist að byggja upp traust og virðingu í starfi sínum sem borgarstjóri, bæði meðal starfsfólks borgarinnar og annarra borgarbúa.

„En varðandi Sjálfstæðisflokkinn þá er ég farinn að upplifa hann dálítið eins og tvo flokka, sem ég kalla gamla Sjálfstæðisflokkinn og nýja Sjálfstæðisflokkinn.  Samstarfið hefði gengið vel við nýja Sjálfstæðisflokkinn en ekki  eins vel við gamla Sjálfstæðisflokkinn.

Gamli Sjálfstæðisflokkurinn finnst mér vera dálítið eins og Patrick Swayze í kvikmyndinni Ghost áður en hann áttaði sig á að hann var dáinn. Þar held ég að Besti flokkurinn geti verið Whoopi Goldberg og leitt sátt. Það held ég skipti höfuðmáli fyrir framtíð þessarar borgar og framtíð þessa lands," sagði Jón og bætti við að hann ætlaði að verða borgarstjóri að minnsta kosti út þetta kjörtímabil. 

Viðtalið við Jón Gnarr

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Spá í að „hengja upp skíthælana“

11:07 Fjölgun tilfella þar sem brotið er á vinnuverndarlöggjöf og kjarasamningum hefur haldist í hendur við þann uppgang átt hefur sér stað í íslensku samfélagi síðustu misseri. Á þetta sérstaklega við í bygginga- og mannvirkjagerð þar sem oft er brotið á réttindum starfsfólks með víðtækum hætti. Meira »

Þórhildur kjörin þingflokksformaður

11:06 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur verið kjörinn nýr þingflokksformaður Pírata, en kosið var í stjórn þingflokksins á þingflokksfundi í vikunni. Helgi Hrafn Gunnarsson var kjörinn varaþingflokksformaður og Jón Þór Ólafsson er ritari þingflokks. Meira »

Opnað fyrir umferð undir Eyjafjöllum

10:44 Búið er að opna vegi fyrir umferð undir Eyjafjöllum og eins frá Freysnesi að Höfn, en enn er lokað á Skeiðarársandi að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Óvíst er hvort unnt verður að opna um Skeiðarársand og Öræfasveit fyrr en um miðjan dag. Meira »

Farþegarnir héldu á hótel

10:43 Fjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins á Egilsstöðum var lokað í gærkvöldi eftir að farþegar rútunnar sem lenti í árekstri við snjóplóg í Víðidal á Fjöllum höfðu fengið afgreiðslu sinna mála. Meiðsli ferðamannanna voru minniháttar. Meira »

Fer fram á 4-5 ára fangelsi yfir Sveini

10:18 Saksóknari í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni fer fram á fjögurra til fimm ára fangelsi yfir honum.  Meira »

25% orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi

09:14 Fjórðungur landsmanna hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi á einhverjum tímapunkti, samkvæmt niðurstöðum úr nýrri könnun Gallup. Er hlutfall þeirra kvenna sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni töluvert hærra en karla, eða 45%, á móti 15%. Meira »

54 vilja í skrifstofustjórann

09:01 54 sóttu um stöðu skrifstofustjóra menningarmála sem menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar auglýsti lausa til umsóknar í byrjun nóvember. Meðal umsækjenda eru Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra, og Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður Norðurlandahússins í Færeyjum. Meira »

Ríkið sýknað í landsdómsmáli

09:03 Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp þann dóm í dag að íslenska ríkið hefði ekki brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu þegar Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, var dæmdur í landsdómi í apríl 2012. Meira »

„Fjöldafátækt“ meðal aldraðra

08:18 „Helsta niðurstaða rannsóknarinnar er að það hlutfall þjóðartekna sem rennur til aldraðra sem eftirlaun er 2-2,5% lægra hér á landi en meðaltal OECD-ríkjanna. Meira »

Tengsl milli jöklabráðnunar og eldgosa

07:57 Vísbendingar eru um að tengsl geti verið á milli jöklabreytinga og eldgosa í Öræfajökli. Dr. Hjalti J. Guðmundsson, landfræðingur og skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg, skrifaði á sínum tíma doktorsritgerð um jöklabreytingar og gjóskulagafræði Öræfasveitar á nútíma. Meira »

Ósætti vegna fjarveru Erlings með landsliðinu

07:54 Klofningur virðist vera kominn upp í Vestmannaeyjum hvað varðar Erling Richardsson, skólastjóra grunnskóla Vestmannaeyjarbæjar, vegna þess að hann sinnir einnig starfi landsliðsþjálfara Hollands í handknattleik. Meira »

Losuðu bíla sem voru fastir á Fjarðarheiði

07:52 Engin útköll voru hjá björgunarsveitum í nótt, en óskað var eftir aðstoð björgunarveitar á Austurlandi rétt fyrir klukkan sex í morgun til að losa bíla sem fastir voru á Fjarðarheiði til að snjóruðningstæki gætu komist rutt heiðina. Þetta segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Meira »

Víkurgarður ræddur í borgarráði

07:37 Varðmenn Víkurgarðs, sem svo kalla sig, fá að kynna sjónarmið sín um varðveislu Víkurkirkjugarðs hins forna í miðbæ Reykjavíkur á fundi borgarráðs fyrir hádegi í dag. Meira »

Reyndu að fela sig inni í fyrirtækinu

06:09 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst á fjórða tímanum í nótt tilkynning um að verið væri að brjótast inn í fyrirtæki í Árbæ. Hafði sá sem tilkynnti innbrotið séð grunsamlega menn með þar á ferðinni með vasaljós, en þjófarnir spenntu upp glugga til að komast inn í fyrirtækið. Meira »

Orkuveitan metur fýsileika niðurrifs

05:30 Sérfræðingar Orkuveitu Reykjavíkur meta nú kosti þess að rífa vesturbyggingu höfuðstöðva fyrirtækisins á Bæjarhálsi í Reykjavík. Meira »

Stormur, ofankoma og varasamir vindstrengir

07:00 App­el­sínu­gul viðvör­un er í gildi á Vest­fjörðum, Strönd­um, Norður­landi vestra, Norður­landi eystra og Suðaust­ur­landi, en norðan hvassviðri eða stormur verður á landinu í dag, með ofankomu um norðanvert landið og mjög hvössum vindhviðum undir Vatnajökli og víðar suðaustan til á landinu. Meira »

Dæmt í máli Geirs í dag

05:30 Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg kveður upp dóm sinn í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, gegn íslenska ríkinu í dag. Meira »

Misjöfn viðkoma rjúpna

05:30 Viðkoma rjúpna virðist hafa verið góð á Vestfjörðum, Norðausturlandi og Austurlandi í sumar en lélegri á Vesturlandi og Suðurlandi. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Pennar
...
Til sölu Mitsubishi Outlander 2007
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...