Geimvera í íslenskum stjórnmálum

Jón Gnarr, borgarstjóri.
Jón Gnarr, borgarstjóri. mbl.is/Golli

„Ég er geimvera í íslenskum stjórnmálum sem enginn veit almennilega hvernig hann á að takast á við. Síðan er spurningin: Er einhver Arnold Schwarzenegger þarna úti?; og ég held ekki," sagði Jón Gnarr, borgarstjóri, í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld. Hann sagði m.a. að til greina komi að loka skíðasvæðinu í Bláfjöllum í sparnaðarskyni.

Jón sagðist vissulega fyrir kosningar ekki hafa viljað hækka útsvar og hann hefði ekki gert sér grein fyrir því hve staða Orkuveitunnar var slæm.  Nú lægi fyrir, að loka þyrfti 4,5 milljarða króna gati í fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir næsta ár og verið væri að leita allra leiða til þess í náinni samvinnu við starfsfólk borgarinnar.

„Við höfum það að leiðarljósi að standa vörð um þjónustu við þá sem minnst mega sín og reyna að leita leiða í hagræðingu og  finna það sem gæti flokkast sem einhverskonar lúxus og skera þar niður," sagði Jón.

Hann sagði að Reykjavík væri með fullbúið skíðasvæði í Bláfjöllum en það eina sem vantaði væri snjór.  „Hvernig væri til dæmis að loka Bláfjöllum í tvö ár? Þar myndu sparast 87 milljónir," sagði Jón.

Um Orkuveituna sagði Jón að nauðsynlegt hefði verið að hækka gjaldskrá og segja upp starfsfólki.  

Ekki vanhæfur heldur mikilhæfur

Brynja Þorgeirsdóttir, fréttamaður Kastljóss, sagði við Jón að talað hefði verið um að hann væri vanhæfur til að gegna starfi borgarbúa og ekki með á nótunum um málefni borgarinnar. Jón sagði að það tal væri súrrealískt; hann væri frekar mikilhæfur. 

„Ég stofnaði stjórnmálaflokk fyrir nokkrum mánuðum sem hefur gersamlega snúið öllu á annan endann, að minnsta kosti í borginni," sagði Jón.  Hann sagði að ef hann væri vanhæfur væri allt þetta flinka og reynslumikla stjórnmálafólk búið að sópa sér út af borðinu.

„En það getur að ekki.  Það veit ekki hvað það á að gera við mig. Það situr á fundum og ræðir hvernig það eigi að díla við mig. Okkar þekktustu stjórnmálamenn eru að skrifa leiðara um mig," sagði Jón.

Hann sagðist vilja breyta stjórnmálum á Íslandi og þeirri hörku og klækjataktík sem þar væri beitt. „En þú beitir henni samt með því að ganga út af fundum, með því að gera grín að klæðaburði þess, tala um hve fólk er leiðinlegt," sagði Brynja Þorgeirsdóttir. „Hefur þú mætt á svona fundi?" spurði Jón á móti.  „Það er hægt að gera fundina skemmtilegri. Það þarf ekki að vera harkalegur og dónalegur til að halda fundi með fólki.

Nýi og Gamli Sjálfstæðisflokkurinn

Jón sagðist aðspurður telja að honum hefði tekist að byggja upp traust og virðingu í starfi sínum sem borgarstjóri, bæði meðal starfsfólks borgarinnar og annarra borgarbúa.

„En varðandi Sjálfstæðisflokkinn þá er ég farinn að upplifa hann dálítið eins og tvo flokka, sem ég kalla gamla Sjálfstæðisflokkinn og nýja Sjálfstæðisflokkinn.  Samstarfið hefði gengið vel við nýja Sjálfstæðisflokkinn en ekki  eins vel við gamla Sjálfstæðisflokkinn.

Gamli Sjálfstæðisflokkurinn finnst mér vera dálítið eins og Patrick Swayze í kvikmyndinni Ghost áður en hann áttaði sig á að hann var dáinn. Þar held ég að Besti flokkurinn geti verið Whoopi Goldberg og leitt sátt. Það held ég skipti höfuðmáli fyrir framtíð þessarar borgar og framtíð þessa lands," sagði Jón og bætti við að hann ætlaði að verða borgarstjóri að minnsta kosti út þetta kjörtímabil. 

Viðtalið við Jón Gnarr

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Markmiðið að koma lifandi í mark“

18:27 Frændsystkinin Gauti Skúlason og Ásthildur Guðmundsdóttir ætla að fara saman hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu þann 19. ágúst næstkomandi, eða 21 kílómetra. Þrátt fyrir að Gauti muni hlaupa vegalendina og Ásthildur sitja í sérsmíðuðum hlaupahjólastól, þá eru þau að gera þetta saman. Meira »

25 stig, blankalogn og glampandi sól

17:30 Það var sannkölluð veðurblíða í Hallormsstaðarskógi í dag. Hitastigið fór upp í 25 gráður samkvæmt löggiltum hitamælum á svæðinu og segir aðstoðarskógarvörður að í skógarrjóðrum hafi það líklega verið nær 26 eða 27 stigum. Meira »

Sóttu slasaðan göngumann við Helgufoss

16:38 Tilkynnt var um slasaðan göngumann við Helgufoss í Mosfellsdal í dag en þar hafði fjölskylda verið í göngu þegar amman missteig sig og slasaðist á ökkla. Meira »

Pottur brann yfir í Garðabæ

16:32 Pottur brann yfir í Boðahlein í Garðabæ í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var nokkur viðbúnaður þegar fyrst var tilkynnt um atvikið en þegar fyrsti dælubíll mætti á vettvang var öðrum bílum snúið við. Meira »

Á bráðamóttöku á Íslandi

16:30 Ferð til Íslands í raunveruleikaþáttunum The Real Housewives fór ekki eins og ætlað var.  Meira »

Á HM þrátt fyrir svakalega byltu

16:25 Fáir reiknuðu með að knapinn Svavar Hreiðarsson og hryssan Hekla myndu komast á HM í Hollandi í ágúst eftir að hafa dottið illa í júní. Svavar hlaut miklar blæðingar í vöðvum en hann náði þó takmarkinu og er á leið til Hollands. Hann er jafnframt fyrsti landsliðsknapinn með MS-sjúkdóminn. Meira »

Ók á umferðarljós og ljósastaur

15:00 Bifreið var ekið á umferðarljós og ljósastaur við Gullinbrú í Grafarvogi í Reykjavík núna seint á þriðja tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru tveir í bílnum. Meira »

Árekstur á Ólafsfjarðarvegi

16:22 Ólafsfjarðarvegur er lokaður vegna bílslyss en vegurinn er lokaður við Syðri-Haga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Meira »

Lóðalagerinn tæmdist

14:50 Nær öllum lausum lóðum í Grindavík hefur verið úthlutað og skortur er á húsnæði. Þótt húsnæðismál séu ofarlega á baugi er það þó helsta kappsmál bæjarins að ná því í gegn að endurbætur verði gerðar á Grindavíkurvegi. Meira »

Kannabismoldin á borði lögreglu

14:26 Lögreglan er búin að kanna vettvanginn á jörðinni Miðdal 1 við Nesjavallaleið þar sem mikið magn af kannabismold var skilið eftir ásamt umbúðum af áburði og vökvakerfi. Landeigandinn segir að ræktendurnir hefðu einnig skilið eftir sig vísbendingar sem lögregla geti nýtt til að hafa uppi á þeim. Meira »

Drep í húð eftir fitufrystingu

13:45 Engar reglur eða lög eru til um hver megi bjóða upp á fitufrystingu eða sprautun fylliefna undir húð. Formaður félags íslenskra lýtalækna, Halla Fróðadóttir, telur að þetta þurfi að endurskoða en í dag falla þessar meðferðir ekki undir heilbrigðisstarfsemi. Meira »

Skjálfti í Mýrdalsjökli

13:06 Skjálfti að stærð 3,2 með upptök við Austmannsbungu í Mýrdalsjökli mældist klukkan 22:18 í gærkvöldi. Fáeinir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Meira »

Leitinni að Begades hætt í bili

12:55 Leitinni að Georgíumanninum Nika Begades, sem er talinn af eftir að hafa fallið í Gullfoss á miðvikudag, er lokið. Búið er að kemba um 30 kílómetra í og meðfram Hvítá frá fossinum en leitin ekki borið árangur. Meira »

John Snorra gengur vel í vitlausu veðri

10:29 Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson er kominn í búðir tvö á fjallinu K2 ásamt fjórum öðrum en hann freistar þess að verða fyrsti Íslendingurinn til að ná á topp fjallsins sem er eitt það hættulegasta í heimi. Tæplega þriðjungur þeirra sem reyna við fjallið láta lífið við það. Meira »

Spá 25 stiga hita

07:37 Veðrið mun halda áfram að leika við Norðlendinga og nærsveitamenn í dag og spáir Veðurstofa Íslands allt að 25 stiga hita á norðaustanverðu landinu. Varað er við hvassviðri á norðanverðu Snæfellsnesi. Meira »

Kýldur ítrekað í andlitið

11:23 Karlmaður var kýldur ítrekað í andlitið fyrir utan veitingastað í miðborginni snemma í morgun.   Meira »

„Hjartans þakkir fyrir allt sem þið gerðuð“

08:19 Foreldrar Jennýjar Lilju, þriggja ára stúlku sem lést í slysi í október árið 2015, hafa fært Björgunarfélaginu Eyvindi öndunarvél og súrefnismettunarmæli að gjöf. Tækin eru ætluð til að hafa í bíl vettvangshóps björgunarfélagsins. Félagar í Eyvindi komu fyrstir að slysinu sem varð við sveitabæ í Biskupstungum. Meira »

Sagður hafa fallið fimm metra

06:16 Maður var fluttur á slysadeild Landspítalans í nótt eftir fall við Marteinslaug í Grafarholti. Lögreglunni barst tilkynning um málið rétt fyrir klukkan 2 í nótt og samkvæmt henni hafði maðurinn fallið fimm metra. Meira »
Flugárið 2017....
Til leigu skemmtileg einkaflugvél. Mjög hagkvæm í rekstri. 4 sæti. Uppl. 898603...
Almanak til sölu..
Til sölu almanak Ólafs S Thorgeirssonar, 18 bindi. Vestur Íslenskur fróðleikur ...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
AÐALFUNDUR Aðalfundur Ísfélags Vestmann...
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...