Geimvera í íslenskum stjórnmálum

Jón Gnarr, borgarstjóri.
Jón Gnarr, borgarstjóri. mbl.is/Golli

„Ég er geimvera í íslenskum stjórnmálum sem enginn veit almennilega hvernig hann á að takast á við. Síðan er spurningin: Er einhver Arnold Schwarzenegger þarna úti?; og ég held ekki," sagði Jón Gnarr, borgarstjóri, í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld. Hann sagði m.a. að til greina komi að loka skíðasvæðinu í Bláfjöllum í sparnaðarskyni.

Jón sagðist vissulega fyrir kosningar ekki hafa viljað hækka útsvar og hann hefði ekki gert sér grein fyrir því hve staða Orkuveitunnar var slæm.  Nú lægi fyrir, að loka þyrfti 4,5 milljarða króna gati í fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir næsta ár og verið væri að leita allra leiða til þess í náinni samvinnu við starfsfólk borgarinnar.

„Við höfum það að leiðarljósi að standa vörð um þjónustu við þá sem minnst mega sín og reyna að leita leiða í hagræðingu og  finna það sem gæti flokkast sem einhverskonar lúxus og skera þar niður," sagði Jón.

Hann sagði að Reykjavík væri með fullbúið skíðasvæði í Bláfjöllum en það eina sem vantaði væri snjór.  „Hvernig væri til dæmis að loka Bláfjöllum í tvö ár? Þar myndu sparast 87 milljónir," sagði Jón.

Um Orkuveituna sagði Jón að nauðsynlegt hefði verið að hækka gjaldskrá og segja upp starfsfólki.  

Ekki vanhæfur heldur mikilhæfur

Brynja Þorgeirsdóttir, fréttamaður Kastljóss, sagði við Jón að talað hefði verið um að hann væri vanhæfur til að gegna starfi borgarbúa og ekki með á nótunum um málefni borgarinnar. Jón sagði að það tal væri súrrealískt; hann væri frekar mikilhæfur. 

„Ég stofnaði stjórnmálaflokk fyrir nokkrum mánuðum sem hefur gersamlega snúið öllu á annan endann, að minnsta kosti í borginni," sagði Jón.  Hann sagði að ef hann væri vanhæfur væri allt þetta flinka og reynslumikla stjórnmálafólk búið að sópa sér út af borðinu.

„En það getur að ekki.  Það veit ekki hvað það á að gera við mig. Það situr á fundum og ræðir hvernig það eigi að díla við mig. Okkar þekktustu stjórnmálamenn eru að skrifa leiðara um mig," sagði Jón.

Hann sagðist vilja breyta stjórnmálum á Íslandi og þeirri hörku og klækjataktík sem þar væri beitt. „En þú beitir henni samt með því að ganga út af fundum, með því að gera grín að klæðaburði þess, tala um hve fólk er leiðinlegt," sagði Brynja Þorgeirsdóttir. „Hefur þú mætt á svona fundi?" spurði Jón á móti.  „Það er hægt að gera fundina skemmtilegri. Það þarf ekki að vera harkalegur og dónalegur til að halda fundi með fólki.

Nýi og Gamli Sjálfstæðisflokkurinn

Jón sagðist aðspurður telja að honum hefði tekist að byggja upp traust og virðingu í starfi sínum sem borgarstjóri, bæði meðal starfsfólks borgarinnar og annarra borgarbúa.

„En varðandi Sjálfstæðisflokkinn þá er ég farinn að upplifa hann dálítið eins og tvo flokka, sem ég kalla gamla Sjálfstæðisflokkinn og nýja Sjálfstæðisflokkinn.  Samstarfið hefði gengið vel við nýja Sjálfstæðisflokkinn en ekki  eins vel við gamla Sjálfstæðisflokkinn.

Gamli Sjálfstæðisflokkurinn finnst mér vera dálítið eins og Patrick Swayze í kvikmyndinni Ghost áður en hann áttaði sig á að hann var dáinn. Þar held ég að Besti flokkurinn geti verið Whoopi Goldberg og leitt sátt. Það held ég skipti höfuðmáli fyrir framtíð þessarar borgar og framtíð þessa lands," sagði Jón og bætti við að hann ætlaði að verða borgarstjóri að minnsta kosti út þetta kjörtímabil. 

Viðtalið við Jón Gnarr

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Eldur kviknaði í bát

06:52 Eldur kom upp í vélarrúmi Bjargeyjar ÍS 41 er verið var að landa úr bátnum í Ísafjarðarhöfn skömmu fyrir sex í morgun. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og varð skipsverjum ekki meint af. Meira »

Um 40 metrar í hviðum

06:45 Veðurstofan varar við hvössu og hviðóttu veðri á Suðausturlandi en í Öræfum gæti meðalvindur náð 25 m/s og í hviðum nærri 40 m/s. Talsverð rigning er austantil á landinu og á köflum mikil rigning á Suðausturlandi og Austfjörðum fram yfir hádegi. Meira »

Stjórnlaus í stigaganginum

05:55 Óskað var eftir aðstoð lögreglu í fjölbýlishús í austurborginni skömmu fyrir klukkan tvö í nótt en var var stúlka í mjög annarlegu ástandi í stigaganginum. Stúlkan var algjörlega stjórnlaus, argaði og lamdi á hurðir íbúa í stigaganginum. Meira »

Bátsverjar vistaðir í fangaklefa

05:52 Neyðarlínunni barst tilkynning um lítinn bát í einhverjum vandræðum, flautar í sífellu og siglir í hringi, er sagður á móts við Borgartún um klukkan 22 í gærkvöldi. Meira »

Eru ekki hætt við áformin

05:30 Silicor Materials er ekki hætt við áform um uppbyggingu kísilverksmiðju á Grundartanga þrátt fyrir að fyrirtækið hafi fallið frá samningum við Faxaflóahafnir um lóð og hafnaraðstöðu. Meira »

Sala á rafbílum eykst mikið

05:30 Um sjötti hver fólksbíll sem seldur var til almennra nota á fyrstu átta mánuðum ársins var að hluta eða öllu leyti knúinn rafmagni. Til samanburðar var hlutfall slíkra bíla samtals 2% sömu mánuði 2014. Meira »

Góður gangur í viðræðum

05:30 Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, telur ekki að ríkisstjórnarslitin þurfi að hafa áhrif á yfirstandandi kjaraviðræður félagsins við samninganefnd ríkisins (SNR) um gerð kjarasamnings. Meira »

Misjöfn viðbrögð við tillögu

05:30 Forsætisráðherra kynnti í gær minnisblað með tillögum er miða að því að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar fari fram í áföngum á næstu þremur kjörtímabilum. Meira »

Tvöfalt fleiri sækja um hæli

05:30 Það sem af er ári hafa 779 manns sótt um alþjóðlega vernd hér á landi. Ríflega tvöfalt fleiri hafa sótt um hæli á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við sama tímabil á síðasta ári þegar umsækjendur voru 385 talsins. Meira »

„Ríkisráðstaskan“ var óþörf

05:30 Þegar Bjarni Benediktsson kom til Bessastaða á mánudaginn með þingrofsbréfið var það í venjulegri möppu en ekki í „ríkisráðstöskunni“ sem Ólafur Ragnar Grímsson gerði fræga þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kom til Bessastaða í apríl 2016. Meira »

Málum fjölgar hjá ákæruvaldi

05:30 Fleiri brot voru afgreidd af ákæruvaldinu á síðasta ári en árin þar á undan. Fjöldi brota sem afgreidd voru árið 2016 voru alls 6.777 en til samanburðar voru aðeins afgreidd 5.111 brot árið 2015, samkvæmt samantekt embættis ríkissaksóknara um tölfræði ákæruvaldsins fyrir árið 2016. Meira »

Gæti dregið úr hagvexti

05:30 Óvissa um stjórn efnahagsmála gæti bitnað á erlendri fjárfestingu. Um þetta eru greinendur sem Morgunblaðið ræddi við sammála. Meira »

Aldrei fundið fyrir neinu svona sterku

Í gær, 23:52 Elín Emilsson Ingvarsdóttir sem er búsett í Mexíkóborg, segir jarðskjálftann í kvöld hafa verið hryllilega upplifun. Vitað er til að rúmlega 100 manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum sem mældist 7,1. Hún segir vera í góðu lagi með þá Íslendinga sem hún þekki í borginni þó þeir séu í áfalli. Meira »

Óábyrgt að ákveða lokun flugvallar 2024

Í gær, 22:24 „Athuganir og áætlanir varðandi byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru ófullkomnar og byggjast á frumgreiningu á mörgum þáttum.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í bókun sem Framsókn og flugvallarvinir lögðu fram á fundi borgarstjórnar í dag. Óábyrgt sé að taka ákvörðun um lokun Reykjavíkurflugvallar 2024. Meira »

Guðmundur fundinn

Í gær, 21:33 Guðmundur Guðmundsson sem lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu lýs­ti eftir nú í kvöld er fundinn.  Meira »

Bátur í vanda úti fyrir Kirkjusandi

Í gær, 22:30 Skip, bátar og kafarar frá björgunarsveitum á höfuðborgarsveitinni voru boðuð út um tíuleytið í kvöld vegna báts sem mögulega er í vanda nálægt Kirkjusandi í Reykjavík. Tilkynning um málið barst frá sjónvarvottum sem voru á gangi við Sæbraut og töldu þeir sig hafa séð lítinn bát í vanda. Meira »

Fengu símagögn þrátt fyrir kæru

Í gær, 21:54 Lögreglan á Akureyri fékk upplýsingar um notkun á símanúmeri grunaðs manns í frelsissviptingarmáli tæpri klukkustund eftir þinghaldi um kröfuna lauk þrátt fyrir að því hafi verið lýst yfir í framhaldi af uppkvaðningu úrskurðarins að hann yrði kærður til Hæstaréttar. Meira »

Hafa tekið sér tak í upplýsingamiðlun

Í gær, 21:10 Rafræn könnunarpróf verða lögð fyrir 4. og 7. bekk á næstu dögum. Í fyrra voru al­geng­ustu erfiðleik­arn­ir sem nem­end­ur, kenn­ar­ar og skóla­stjórn­end­ur fundu fyr­ir innslátt­ar­vill­ur við inn­rit­un í próf­in. Nú á að vera búið að fara yfir tölvukerfið og sníða af hina ýmsu agnúa. Meira »
38 ferm sumarbústaður og geggjuð lóð til sölu.
Paradís til sölu í Eyrarskógi, 1 klukkutími frá Reykjavík Hrísbrekka 19, 301...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
Land Rover freelander 1999
til sölu er bilaður góður fyrir handlægin keyrður ca 140 þ, óska eftir tilboði ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...