Hafnarfjörður taki lán til að greiða annað

Hafnarfjarðarhöfn.
Hafnarfjarðarhöfn. mbl.is/RAX

Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti fyrir helgi að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja 400 milljón króna lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Lánið ætlar bærinn að taka til að greiða upp erlent lán hjá Bayerische Landesbank að fjárhæð 4,5 milljónir evra.

Hafnarfjarðarhöfn tók lánið hjá Bayerische Landesbank á sínum tíma til að fjármagna hafnarframkvæmdir. Á núgildandi gengi er lánið upp á tæpar 700 milljónir króna.

Lántaka Hafnarfjarðarbæjar hjá Lánasjóði sveitarfélaga er til fimmtán ára og í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem lágu fyrir á bæjarráðsfundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert